Fara í innihald

Trésmíðasveinaverkfallið í Kaupmannahöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning sem sýnir þegar trésmíðasveinarnir voru handteknir og fluttir af lögreglu og her í Kastellíið. Radering frá 1794.

Trésmíðasveinaverkfallið í Kaupmannahöfn vísar til verkfalls árið 1794 sem leiddu til fyrsta allsherjarverkfalls í Danmörku. Forsagan er sú að eftir brunann í Kaupmannahöfn árið 1728 þá kom mikið af trésmíðasveinum frá Þýskalandi til að taka þátt í uppbyggingunni og sveinum fjölgaði mjög. Árið 1746 voru 30 meistarar með 350 sveina en 56 árum seinna voru 39 meistarar með 716 sveina. Um langt skeið var ólga meðal iðnsveina og nokkur verkföll höfðu orðið áður, múrarasveinar lögðu niður vinnu árið 1733 og yfirvöld brugðust við með því að banna verkföll iðnsveina og það gat varðar dauðarefsingu að bindast samtökum eða að „rotte sig sammen“.

Præsten formaner tømrersvendene. Grínmynd frá 1794 sem sýnir kapelánann við Nikuláskirkju reyna að tala um fyrir trésmíðasveinum í verkfalli.

Sumarið 1794 var þremur sveinum, tveimur þýskum og einum dönskum bannað með dómsúrskurði að fara frá meistara sínum. Þá lögðu yfir 400 trésmíðasveinar niður vinnu og héldu til bækistöðva trésmíðasveina. Þangað kom kapelán frá Nikulásarkirkju og reyndu að fá þá til að snúa aftur til starfa en þeir neituðu. Þá kom lögregla og hermenn og umkringdu svæðið og tóku til fanga þá 202 sem voru á staðnum. 78 hinna handteknu voru þvíngaðir til að fara aftur í vinnu en hinir voru dæmdir í fjóra til sex mánaða nauðungarvinnu í hlekkjum. Þegar dómurinn spurðist út hófst samúðarverkfall annarra iðnsveina í Kaupmannahöfn en 2000 af 2700 sveinum lögðu niður vinnu. Þá var dóminum yfir hinum þremur trésmíðasveinum breytt, tveimur var vísað úr landi og einn náðaður.

Þetta fyrsta alsherjarverkfall í Danmörku kom yfirvöldum í opna skjöldu og varð til þess að þau þrýstu á iðnmeistara að bæta kjör sveina og árið 1800 kom konungleg tilskipun sem tryggði sveinum rétt til að segja upp og semja um laun.