Fara í innihald

Tottenham Hotspur Stadium

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tottenham Hotspur Stadium. Mars 2019.

Tottenham Hotspur Stadium er knattspyrnuvöllur liðsins Tottenham Hotspur. Hann tók við af White Hart Lane og var byggður í kringum hann. Sæti eru rúm 62.000. Bygging vallarins hófst árið 2015 og seinkaði opnun hans talsvert. Fyrsti leikur Spurs í úrvalsdeildinni á vellinum var 3. apríl árið 2019. Völlurinn er einnig hannaður fyrir amerískan fótbolta og er því fyrsti sérhannaði NFL-völlurinn fyrir utan Norður-Ameríku. Einnig hafa verið haldnir tónleikar og aðrir viðburðir á vellinum.

Svipmyndir[breyta | breyta frumkóða]