Torneträsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vatnið.
Staðsetning.

Torneträsk er stöðuvatn í Norðvestur-Lapplandi, sveitarfélaginu Kiruna, 332 km² að flatarmáli. Torneträsk er sjöunda (eða sjötta, eftir því hvernig reiknað er) stærsta stöðuvatn Svíþjóðar. Það er jafnframt annað dýpsta stöðuvatn Svíþjóðar og stærsta fjallavatn í Skandinavíu. Abisko-þjóðgarðurinn er við suðvesturhluta vatnsins sem og Laponia sem er á verndarminjasvæði UNESCO.