Fara í innihald

Torfi Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Torfi Einarsson (25. desember 181221. desember 1877) var var bóndi á Kleifum á Selströnd frá 1835 til æviloka og þingmaður Strandamanna á árunum 1864 – 1877.

Torfi fæddist í Kollafjarðarnesi á Ströndum. Foreldrar hans voru Einar Jónsson dannebrogsmaður, bóndi þar og kona hans, Þórdís Guðmundsdóttir (fædd um 1777, dáin 31. júlí 1861), húsmóðir. Bróðir Torfa var Ásgeir Einarsson alþingismaður.

Kona Torfa var Anna Einarsdóttir (20. ágúst 180226. júní 1879) húsmóðir. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og kona hans Helga Ólafsdóttir. Dætur þeirra Torfa voru Soffía (1842), Guðbjörg (1845).