Togvíraklippur
Útlit
Togvíraklippur eru áhald sem notað er til þess að klippa á togvíra, en það er vírinn sem dregur upp botnvörpu togara. Klippurnar eru íslensk uppfinning og voru fyrst notaðar í þorskastríðunum 1972og 1975 af Landhelgisgæslunni og komu þær breskum sjómönnum alveg í opna skjöldu.[1] Þeir héldu til að byrja með að klippurnar væru eitthvert hátæknilegt tæki, en því fer fjarri, þær eru mjög einfaldar og er til dæmis ekkert hreyfanlegt í þeim.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „British museum gifted with Icelandic secret weapon which secured victory over UK in cod wars“. Icelandmag (enska). Sótt 2. febrúar 2022.
- ↑ „Brexit fishing row evokes memories of 'cod wars' with Iceland“. the Guardian (enska). 12. desember 2020. Sótt 11. febrúar 2022.