Tjarnarkirkja (Vatnsnesi)
Útlit
Tjarnarkirkja (Vatnsnesi) | ||
Tjörn (17. júní 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Breiðabólsstaðarprestakall | |
---|---|---|
Byggingarár: | 1930-40 | |
Kirkjugarður: | Við kirkjuna | |
Arkitektúr | ||
Efni: | Steinsteypa | |
Turn: | Klukkuturn | |
Kirkjurýmið | ||
Altari: | Eftir Þórarinn B. Þorláksson; frá 1910 | |
Sæti: | 70-80 | |
Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.
Frá Tjörn er víðsýnt yfir Húnaflóa og til Stranda. Inn af Tjörn opnast mikill dalur sem teygir suður í Vatnsnesfjall. Klofnar hann í Þorgrímsstðadal og Katadal að austan. Jörðinni á Tjörn fylgja ýmiss hlunnindi s.s. reki og veiði.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Tjarnarkirkja á kirkjukort.net Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine