Fara í innihald

Tintron

Hnit: 64°13′14″N 20°57′18″V / 64.2205°N 20.9551°V / 64.2205; -20.9551
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°13′14″N 20°57′18″V / 64.2205°N 20.9551°V / 64.2205; -20.9551

Hellisop Tintron
Teikning af Tintron eftir Bayard Taylor frá 1862.

Tintron,[1] einnig þekktur sem Tinntrom, er hellir og gervigígur í Gjábakkahrauni skammt frá veginum á milli Þingvalla og Laugarvatns.

Í Landið þitt Ísland, eftir Þorstein Jósepsson, stendur um Tintron:

hraunketill í Reyðarbarmshrauni, sunnan Gljábakka í Þingvallasveit og ekki langt frá veginum austur að Laugarvatni. Hann er hyldjúpur og myrkur í botni hans. Giskað er á, að hann hafi myndast við mjög heitt gufuuppstreymi. Nokkru neðan við Tintron er hellir í hrauninu hjá svokallaðri Taglaflöt. Hann er sem næst 300-400 metra langur og myrkur í honum. Hellisopið er örskammt frá þjóðveginum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ein kenning: Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hefir bent [..] á, að Tintron muni vera afbökun úr Tindtrón, nafnið sett saman úr orðunum „tindur" og „trón" (Mbl, 1942, 30. maí, 6)
  • „Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það?“. Vísindavefurinn.