Till Ugluspegill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hrekkjalómurinn Till Ugluspegill með uglu og spegil, sem voru táknmyndir hans

Till Ugluspegill (en oftast aðeins nefndur Ugluspegill) var þýskur flakkari og hrekkjalómur sem uppi var á fyrri hluta 14. aldar (dáinn 1350). Ugluspegill er þekktastur fyrir hrekkjabrögð sín og eru til um hann margar sögur. Sögunum var síðan safnað saman í lok 15. aldar og þær gefnar út 1515. Ugluspegill andaðist í Mölln og er þar grafinn og hefur legsteinn hans staðið þar síðan á 16. öld. Í Schöppenstedt er Ugluspegilssafn.

Sögurnar um Ugluspegil komu út á íslensku árið 1956 í þýðingu Eiríks Hreins Finnbogasonar. Nefndist bókin: Till Ugluspegill - Ærsl og strákapör.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]