Fara í innihald

Till Ugluspegill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrekkjalómurinn Till Ugluspegill með uglu og spegil, sem voru táknmyndir hans
Ugluspegilssafn í Schöppenstedt

Till Ugluspegill (en oftast aðeins nefndur Ugluspegill) var þýskur flakkari og hrekkjalómur sem uppi var á fyrri hluta 14. aldar (dáinn 1350). Fæðingarstaðurinn er Kneitlingen í Norðurþýskalandi. Ugluspegill er þekktastur fyrir hrekkjabrögð sín og eru til um hann margar sögur. Sögunum var síðan safnað saman í lok 15. aldar og þær gefnar út 1515. Ugluspegill andaðist í Mölln og er þar grafinn og hefur legsteinn hans staðið þar síðan á 16. öld. Í Schöppenstedt er Ugluspegilssafn.

Kneitlingen, fæðingarstaðurinn Ugluspegils
Minnismerki um Ugluspegil í Kneitlingen

Sögurnar um Ugluspegil komu út á íslensku árið 1956 í þýðingu Eiríks Hreins Finnbogasonar. Nefndist bókin: Till Ugluspegill - Ærsl og strákapör.

  • Hver var þjóðsagnapersónan Ugluspegill?“. Vísindavefurinn.