Fara í innihald

Mölln

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mölln
Minnismerki Ugluspegils í Mölln

Mölln er um 19 þúsund manna bær í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi. Bærinn var stofnaður á 12. öld í hertogadæminu Lauenburg og varð áfangastaður á Gömlu saltleiðinni. Á 14. öld komst bærinn undir stjórn Hansaborgarinnar Lýbiku.

Mölln er þekktur sem ætlaður dánarstaður Till Ugluspegils sem er sagður hafa látist þar 1350. Ýmis minnismerki eru tileinkuð honum í bænum.