Tilhugalíf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilhugalíf nefnist það tímabil í sambandi tveggja einstaklinga þegar ástir takast með þeim. Fundir þeirra nefnast stefnumót séu þeir skipulega undirbúnir. Þá hittast þessir tveir einstaklingar í því augnamiði að samskipti þeirra verði persónulegri og einlægari. Þess kyns fundir geta verið bíóferðir, matarboð, göngutúrar o.fl. Flest öll samskipti þeirra á milli, á meðan þeir eru að kynnast teljast til tilhugalífs, þ.m.t. símtöl, samskipti gegnum netið og bréfasamskipti.

Innan líffræðinnar er tilhuglíf gjarnan notað um áþekka hegðun dýra. Tilhugalíf dýra snýst um að heilla gagnstætt kyn með ýmsum aðferðum í þeim tilgangi að verða sér út um maka.

Í eldri merkingu orðsins er átt við tímabil trúlofunar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.