Tigran Petrosjan
Tigran Vartanovítsj Petrosjan (1929 - 1984) var armenskur heimsmeistari í skák.
Árið 1963 vann hann Míkhaíl Botvínník 12,5–9,5 í heimsmeistarakeppninni. Árið 1966 varði hann titilinn þar sem hann hafði betur gegn Borís Spasskíj 12,5–11,5. Árið 1969 hinsvegar missti hann titilinn frá sér til Spasskíj (10,5–12,5).
Samkvæmt skákspekingum var leikstíll Petrosjans helst einkendur af góðum og miklum taktískum skilningi og hann vannýtti aldrei mistök andstæðingsins. Þessi leikstíll gerð það að verkum að hann tapaði sjaldan leikjum en ennfremur að margir leikir enduðu í jafntefli. Sem dæmi tók hann þátt í níu Ólympíuskákmótum og tapaði aðeins 1 leik.
Mörgum þóttu leikir hans fremur dauflegir og ófjörugir en á móti að það megi rekja til almennrar varkárni og skilnings á stöðunum og leiknum.