Thornliebank F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Thornliebank Football Club var knattspyrnufélag, stofnað árið 1875 í bænum Thornliebank í Renfrewshire í Vestur-Skotlandi. Það lék einu sinni til úrslita í bikarkeppninni, leiktíðina 1879-80. Þar tapaði liðið fyrir Queen´s Park með þremur mörkum gegn engu. Thornliebank gerðist aldrei þátttakandi í skosku deildarkeppninni og hætti starfsemi árið 1907.