Fara í innihald

Tarantúlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Theraphosidae)
Tarantúlur
Fullorðið kvendýr af tegundinni Brachypelma auratum
Fullorðið kvendýr af tegundinni Brachypelma auratum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Áttfætlur (Arachnida)
Ættbálkur: Köngulær (Araneae)
Ætt: Tarantúlur (Theraphosidae)
Thorell, 1870
Fjölbreytni
123 ættkvíslir, 931 tegundir

Undirflokkar

Acanthopelminae
Aviculariinae
Eumenophorinae
Harpactirinae
Ischnocolinae
Ornithoctoninae
Poecilotheriinae
Selenocosmiinae
Selenogyrinae
Spelopelminae
Stromatopelminae
Theraphosinae
Thrigmopoeinae

Tarantúlur (fræðiheiti: Theraphosidae) eru mjög stórar og oft hærðar köngulær. Flestar eru þær ekki hættulegar mönnum en samt sem áður nokkrar en aðrar það meinlausar að þær eru haldnar sem gæludýr. Í heiminum hafa yfir 900 tegundir verið greindar af Tarantúlum.

Greina má orðið á Ítalíu þegar um 400 og merkir í raun Taranto-könguló, og var haft yfir köngurló (lycosa tarantula) sem ekki tilheirir hinni núvernandi (theraphosidae) ætt með þetta heiti. Við landafundina í Suður-Ameríku varð heitið notað yfir mun stærri og loðnari köngurlær sem þar finnast líkast til vegna þess að þær þánefndu tarantúlur voru einna stærstar köngurlóa á Ítalíu þá. Ennfremur er dans með heiti leitt af þessari köngurló því fáfróður almúginn hélt þessar köngurlær eitraðar og fólk færi í geðrænt ástand ef það yrði bitið og (og dansaði hinn djarfa dans) en í raun er bit frá þessum köngurlóm harla meinlaust og ekki til þess fallið að kalla fram mikil eitrunar-áhrif nema þá miskilinn ótta.

Borgin Taranto tekur aftur nafn frá svæðinu sem hún óx upp frá sem aftur kann að vera dregið frá á sem kann að hafa merkt sú straumharða sbr. nútíma enska -torrent.

Tarantúlur af ýmsum tegundum búa meðal annars í suður- og vestur hluta Bandaríkjanna, Mið-Ameríku og Suður-Ameríku. Einnig í Afríku, stórum hluta Asíu og allri Ástralíu. Í Evrópu eru nokkrar tegundir, aðalega á Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Ítalíu og Kýpur.

Karldýr af tegundinni Grammostola rosea.

Tarantúlur eru með mjög mörg augu en ekki er vitað hvort þær sjái með þeim öllum eða vel með þeim. Þær er oftast mjög loðnar og hárin fremur stíf. Tarantúlur eru áttfættlur eins og aðrar köngulær. Þær eru oftast svartar og rauðar eða brúnar að lit og geta verið allt upp undir 5 cm langar. Kvendýrið getur átt allt frá 50 - 2000 egg í einu og eiga þær afkvæmi bara einu sinni síðan deyja þær.

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Tarantúlur veiða minni dýr en þær sjálfar eins og skordýr, smávaxna froska og körtur, mýs og önnur lítil spendýr. Þær eru mjög góðar að veiða og veiða aðalega á nóttunni. Þær grafa sig fyrst í jörðina ekkert svo djúpt, síðan bíða þær eftir því að bráðin komi fyrir framan þær og stökkva á dýrið og bíta það. Þegar þær bíta þá sprauta þær eitri í leiðinni í dýrið sem þær eru að veiða. Þetta eitur er mjög hættulegt og hefur þannig áhrif að fyrst hægist á dýrinu og svo á endanum þá hætta líffærin að virka vegna þess að þetta hefur mjög sljógvandi áhrif á alla starfsemi líkamans, sérstaklega í svona litlu dýri.

Nokkrar staðreyndir um Tarantúlur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kvenkyns Tarantúlur geta lifað upp í 30 ára.
  • Lengsta tarantúla sem fundist hefur mældist 25,4 cm.
  • Tarantúlur eru mjög hæglátar og bíta sjaldan mannfólk.
  • Tarantúlur framleiða silki.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.