Fara í innihald

The Problems of Philosophy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Problems of Philosophy (Gátur heimspekinnar) (1912) er ein af tilraunum Bertrands Russell til að semja stuttan og aðgengilegan inngang að gátum heimspekinnar. Russell einbeitti sér að gátum sem hann taldi að myndu ögra lesandanum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og skapa umræðu. Hann einblíndi á þekkingarfræði fremur en frumspeki eða siðfræði.

Russell leiðir lesandann í gegnum frægan greinarmun sinn frá árinu 1910 á „þekkingu vegna eigin kynna og þekkingu vegna lýsingar“ og kynnir lesandanum mikilvægar kenningar hugsuða á borð við:

auk annarra til að leggja grunninn að heimspekilegum hugleiðingum almennra lesenda jafnt sem fræðimanna.

„Í því sem á eftir fer hef ég haldið mig við þær gátur heimspekinnar sem ég taldi mögulegt að fjalla um á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, fyrst einungis neikvæð gagnrýni virtist ekki við hæfi. Af þessum sökum fær þekkingarfræði meira pláss en frumspeki í þessu verki og sum viðfangsefni sem heimspekingar ræða mikið um er einungis fjallað um í stuttu máli hér, ef á þau er minnst yfirleitt.“

  • Úr formála að The Problems of Philosophy eftir Bertrand Russell

Fyrirmynd greinarinnar var „The Problems of Philosophy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. nóvember 2005.