The O2 Arena
Útlit
The O2 Arena eða The O2 arena er íþróttaleikvangur innan The O2 (áður Millennium Dome) á Greenwich Peninsula við ána Thames í London. Leikvangurinn er í miðju O2-miðstöðvarinnar tekur um 40% af því rými sem er undir hvolfþakinu. Leikvangurinn tekur 20.000 manns í sæti og er annar stærsti innanhússleikvangur Bretlands. Hann var opnaður árið 2007. Keppni í fimleikum og körfubolta á Sumarólympíuleikunum 2012 var haldin á leikvanginum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist The O2 Arena.