Fara í innihald

Þúsaldarhvelfingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Millennium Dome)
Hvolfþak Þúsaldarhvelfingarinnar

Þúsaldarhvelfingin[1][2] (enska: Millennium Dome, eða í stuttu máli The Dome) er hvolfþakbygging í Greenwich, London. Árið 2000 var haldin sýning til að halda upp á þriðja árþúsundið. Frá 1. janúar 2000 til 31. desember hafði byggingin „Millennnium Experience“ sýninguna. Sýningin var umdeild og barðist við fjármálavanda.

Sýningin hefur verið tekin niður og er byggingin í eigu Telefónica O2. Þess vegna er hún kölluð The O2.

  1. „Þúsaldarhvelfingin í vanda“. Sótt 17. janúar 2012. — Dæmi um notkun orðsins
  2. „Framtíð Þúsaldarhvelfingarinnar ræðst í dag“. Sótt 17. janúar 2012. — Dæmi um notkun orðsins