Thórstína Jackson Walters
Útlit
Thórstína Jackson Walters (Þórstína Sigríður Þorleifsdóttir) (27. júlí 1891 - 2. febrúar 1959) var bandarískur rithöfundur af íslenskum ættum. Hún fæddist í Íslendingabyggð í Norður-Dakota. Foreldrar hennar voru Þorleifur Jóakimsson Jackson sagnfræðingur og Guðrún Jónsdóttir Jackson ljósmóðir. Thórstína stundaði nám við Wesley college og var um skeið kennari í Winnipeg. Hún skrifaði m.a. bækurnar Saga Íslendinga í Norður Dakota árið 1926, og The Story of the Icelanders in North America árið 1953. Thórstína var gift listmálaranum Emile Walters.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Íslensk kvenhetja látin, Lögberg - 7. tölublað (12.02.1959)
- Jackson, Thorstina. “Icelandic Communities in America: Cultural Backgrounds and Early Settlements.” The Journal of Social Forces, vol. 3, no. 4, 1925, pp. 680–686. JSTOR, www.jstor.org/stable/3005071. skoðað 22 Feb. 2021.
- The Vinland voyages, Matthíast Þórðarsson, þýð. Thorstina Jackson Walters 1930
- Saga Íslendinga í Norður-Ameríku (ritdómur), Tíminn - 271. tölublað (30.11.1954)
- Kolbeinsætt, https://www.aettiraustfirdinga.is/12780-12907/ (skoðað 5. mars 2021)