Fara í innihald

Teskeið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Teskeið (mælieining))
Kaffibolli með teskeiðum.

Teskeið er lítil skeið sem dregur nafn sitt af því að hún er notuð til að hræra í heitum drykkjum eins og tei, kaffi og kakói. Teskeið er hluti af hefðbundnum borðbúnaði á Vesturlöndum.

Mælieining

[breyta | breyta frumkóða]

Teskeið (skammstafað tsk.) er líka mælieining, einkum notuð í mataruppskriftum. Oft notar fólk bara þá teskeið sem hendi er næst en stöðluð mæliskeið er 5 ml og gildir það bæði í metrakerfinu og bandarísku kerfi. Í einni matskeið eru svo þrjár teskeiðar eða 15 ml, nema í Ástralíu, þar er matskeiðin 20 ml eða fjórar teskeiðar.

Þegar magn er gefið upp í teskeiðum er yfirleitt átt við sléttfulla teskeið nema annað sé tekið fram.