Tengi
Útlit
Tengi ehf. er íslensk verslun sem selur hreinlætistæki, baðherbergisvörur, vaska og tæki í eldhúsið sem og vörur sem við koma pípulagningariðnaðinum.
Það er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað árið 1981 af hjónunum Sigurjóni G. Sigurjónssyni og Önnu Ásgeirsdóttur. Fyrirtækið var fyrst staðsett í bílskúr eiganda, en seinna var það flutt á Nýbílaveg 18 í Kópavogi. Árið 1995 flutti fyrirtækið svo á smiðjuvegi 11 í Kópavogi en eftir 10 farsæl ár þar var fyrirtækið flutt í nýtt húsnæði á Smiðjuvegi 76, þar sem starfsemin heldur áfram enn í dag. Árið 2007 var reksturinn svo útvíkkaður enn frekar með opnun nýrrar verslunar á Akureyri, Baldursnesi 6.