Fara í innihald

Tempeh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tempeh vafið innan í bananalauf

Tempeh er sojaafurð gerð úr gerjuðum heilum sojabaunum. Tempeh er hefðbundinn matur í Indónesíu. Það er gert með því að gerja baunir með því að nota sérstakan svepp Rhizopus oligosporus.

Tempeh selt á hefbundnum markaði í Indónesíu.

Tempeh er sérstaklega vinsælt á eyjunni Java. Tempeh er líkt tófú á þann hátt að hvoru tveggja er gert úr gerjuðum sojabaunum en í tempeh eru notaðar heilar baunir með öðruvísi eiginleikum og það inniheldur hærra hlutfall af eggjahvítuefnum, trefjum og vítamínum en tófú. Tempeh er þétt í sér og hefur sérstakt bragð.

Tempeh selt á eyjunni Java snemma á 20. öld.

Talið er að tempeh hafi upprunalega komið fram á mið- eða austurhluta Java. Tengsl virðast milli tófúgerðar sem barst til Java með kínverskum innflytjendum í á 17. öld og tempehgerðar. Sagnfræðingar hafa sett fram þá tilgátu að tempeh hafi orðið til fyrir tilviljun sem aukaafurð við tófúgerð á þann hátt að sojabaunum sem var hent hafi gerjast af völdum sveppsins Rhizopus oligosporus og það hafi svo komið í ljós að þær voru vel ætar.

Tempeh búið til með að vefja soðnum sojabaunum inn í bananalauf.

Tempeh er unnið úr heilum sojabaunum sem lagðar eru í bleyti og hálfsoðnar. Sérstakar tegundir ef tempeh eru gerðar úr öðrum tegundum bauna og úr hveiti og geta verið úr blöndu af baunum og heilhveiti.