Technics SL-1200

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Technics SL 1200)
Technics SL 1200 mk2

Technics SL-1200 er gerð plötuspilara sem japanski raftækjaframleiðandinn Matsushita hefur framleitt frá október 1972 undir vörumerkinu Technics. Technics SL-1200 var upphaflega settur á markað sem hágæðaplötuspilari fyrir almenning en var fljótlega tekinn í notkun á útvarpsstöðvum og af plötusnúðum á næturklúbbum. Árið 1978 var Technics SL-1200MK2 settur á markað. Í MK2 hafði mótorinn verið bættur, sem og umgjörðin. MK2 og önnur sem fylgt hafa í kjölfarið hafa æ síðan verið staðallinn hjá plötusnúðum. Seint á tíunda áratug 20. aldar hafa plötuspilarar á borð við Stanton st/str8 150/t.120, Vestax PDX plötuspilarar og Numark TTx1 veitt Technics SL-1200 plötuspilaranum harða samkeppni.

Plötusnúðar nefna plötuspilarann oft einfaldlega SL eða SL-inn.