Fara í innihald

Te og kaffi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Te og kaffi
Rekstrarform hlutafélag
Stofnað 28. apríl árið 1984
Staðsetning Höfuðstöðvar Stapahraun 4 Hafnarfirði, Íslandi
Lykilpersónur Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð
Starfsemi Þjónustufyrirtæki, Kaffibrennsla og rekstur kaffihúsa
Vefsíða teogkaffi.is

Te og kaffi er íslensk verslun með kaffi, te og tengdar vörur, kaffihúsakeðja og kaffibrennsla. Hún var stofnuð af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur árið 1984. Fyrsta verslun þeirra var í kjallara við Barónsstíg í Reykjavík en flutti síðar í húsnæði við Laugaveg þar sem þau ráku bæði verslun og kaffihús. Fyrirtækið stofnaði kaffibrennslu í Hafnarfirði árið 1987. Kaffihús fyrirtækisins voru 14 talsins árið 2017.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.