Te og kaffi
Útlit
Te og kaffi | |
Rekstrarform | hlutafélag |
---|---|
Stofnað | 28. apríl árið 1984 |
Staðsetning | Höfuðstöðvar Stapahraun 4 Hafnarfirði, Íslandi |
Lykilpersónur | Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð |
Starfsemi | Þjónustufyrirtæki, Kaffibrennsla og rekstur kaffihúsa |
Vefsíða | teogkaffi.is |
Te og kaffi er íslensk verslun með kaffi, te og tengdar vörur, kaffihúsakeðja og kaffibrennsla. Hún var stofnuð af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur árið 1984. Fyrsta verslun þeirra var í kjallara við Barónsstíg í Reykjavík en flutti síðar í húsnæði við Laugaveg þar sem þau ráku bæði verslun og kaffihús. Fyrirtækið stofnaði kaffibrennslu í Hafnarfirði árið 1987. Kaffihús fyrirtækisins voru 14 talsins árið 2017.