Fara í innihald

Taugamót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Venjuleg taugamót samanstanda af símaenda (e. axon terminal), taugamótaglufu (e. synaptic cleft) og griplunibbu (e. dendritic spine).

Taugamót er svæðið þar sem boðskipti taugafrumna fara fram. Nánar tiltekið á þetta yfirleitt við um símaenda taugasíma taugafrumunnar sem sendir boðin, griplunibbu á griplu taugafrumunnar sem tekur við þeim, og taugamótaglufuna sem er bilið á milli þeirra.

Rafboð í miðtaugakerfi

[breyta | breyta frumkóða]

Rafboð sem berst eftir taugafrumu er mismunandi út-og innstreymi jóna líkamans. Við þetta verður afskautun á frumuhimnunni og boðið berst eftir endilöngum taugafrumusímanum. Þetta rafboð kemur að enda símans og við taka taugamót. Til að koma rafboðinu yfir á næstu taugafrumu, þ.e. gripluna, verður boðefnalosun á endanum yfir í taugamótabilið. Þekktustu boðefnin sem losna eru noradrenalín, dópamín, serótónín, adrenalín, GABA og Glútamat og bindast þá viðtökum sínum. Þeir eru annaðhvort á næstu frumu - griplunni - eða á frumunni sem frumunni sem losaði boðefnið - símanum.

Lyf og taugamót

[breyta | breyta frumkóða]

Lyf hafa mörg hver áhrif á viðtakana og má gróflega skipta í tvo flokka. Agonistar eru lyf sem virkja viðtakana og magna upp áhrif boðefnisins sem binst við þá.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.