Fara í innihald

Spjall:Stjórnleysisstefna

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er „efnileg“ grein gæti alveg orðið úrvalsgrein með smá vinnu og viðbótum. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 23:20 (UTC)[svara]

Jább. --Jóna Þórunn 1. apríl 2006 kl. 23:21 (UTC)[svara]
Sammála. Mætti setja fleiri myndir; t.d. ef að einhverjar eru til frá þessum fundum og mótmælagöngum og hvaðeina. --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 00:22 (UTC)[svara]
Þess má geta að ég gerði þess athugasemd að ofan áður en greinin var stytt mjög og þótt ég sé ekki að draga í land beinlínis ætla ég að hafa fyrirvara á mínum stuðningi þar til ég hef lesið nýju útgáfuna almennilega. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:18 (UTC)[svara]

Heiti á stjórnleysisstefnum

[breyta frumkóða]

Það er einn galli finnst mér á að nota lýsingarorðið „stjórnlaus“ í heitum á hinum ýmsu stjórnleysisstefnum, eins og „stjórnlaus einstaklingshyggja“, og hann er sá að orðið „stjórnlaus“ hljómar svolítið eins og „taumlaus“ og „botnlaus“; ekki viljum við gefa í skyn að stjórnlaus einstaklingshyggja sé taumlaus einstaklingshyggja, er það? Því það hljómar eins og skammaryrði. Með það í huga mætti e.t.v. færa rök fyrir að „stjórnleysiseinstaklingshyggja“ eða kannski „stjórnleysis-einstaklingshyggja“ séu betra. Ég veit ekki hvort ég beri að einhverju leyti ábyrgð á einhverjum þessara íslensku þýðinga því í greininni voru að mestu slettur úr erlendum málum áður en ég gerði breytingar og setti inn íslensk nöfn, en ég vil alla vega vekja athygli á þessu. Hvað finnst fólki um þetta? --Cessator 19. maí 2006 kl. 19:15 (UTC)[svara]

Þetta var í einu orði fyrst. Ég stakk upp á því að skipta þessu upp í tvö orð því mér þykja svona löng heiti frekar ógeðfeld. Það væri indælt ef að það væru til orð yfir þetta sem væru stutt og lýsandi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. maí 2006 kl. 20:17 (UTC)[svara]
Íslenskan ræður við níu atkvæða orð en varla neitt mikið lengra en það. --Cessator 19. maí 2006 kl. 20:41 (UTC)[svara]
Það er nefnilega vandinn... Væri flottast ef hægt væri að finna svoleiðis orð. Einstaklingsstjórnleysi? Nah. Félagsstjórnleysi ... gæti mögulega gengið, en það kemur illa út af það ekki samræmi í orðunum... --Odin 20. maí 2006 kl. 00:20 (UTC)[svara]
„Stjórnleysiseinstaklingshyggja“ er bara átta atkvæði (í aukaföllum m. ákv. gr. er orðið bara níu atkvæði, sbr. „stjórnleysiseinstaklingshyggjunni“); „stjórnleysisfélagshyggja“ er bara sjö atkvæði og „stjórnleysiskvenhyggja“, „stjórnleysisfeminismi“, „stjórnleysisjafnréttishyggja“, „stjórnleysissamvinnuhyggja“, „stjórnleysissamtakahyggja“, „stjórnleysissamyrkjustefna“, „stjórnleysisumhverfishyggja“ og „stjórnleysissameignarstefna“ eru sömuleiðis átta eða færri atkvæði. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:16 (UTC)[svara]

Ég var að spá í þessum nafnamálum og kom upp með "valdleysi" yfir "anarchy". Mér finnst það passa betur en "stjórnleysi", sbr. höfnun á yfirvaldi. Einnig finnst mér "hyggja" (e. tendency) eiga betur við en "stefna". Valdleysishyggja. Hvað finnst ykkur? --Hinrik 20. júní 2006 kl. 09:09 (UTC)[svara]

„Valdleysi“ er svo sem ekki verra orð en hvað annað. Það sem ég sé að því er hins vegar eftirfarandi: (1) það er löngu rótgróin hefð að tala um stjórnleysisstefnu, stjórnleysingja o.s.frv. og Wikipedia er ekki staðurinn til að búa til ný orð þegar orð eru þegar til um sama hlut; (2) það leysir ekki vandann sem rætt er um að ofan varðandi langar og óþjálar samsetningar. --Cessator 20. júní 2006 kl. 09:20 (UTC)[svara]

Sæl öll sömul, ég segi persónulega aldrei að ég sé stjórnleysingi, eða aðhyllist stjórnleysisstefnu. Ég tala einfaldlega um að ég sé anarkisti eða aðhyllist anarkíska hugmyndafræði. Vandamálið er fyrir mér að íslenska orðið stjórnleysi lýsir fremur ensku orðunum chaos eða entropy, en ekki samfélagi eða samskiptum án kúgunar eða stjórnanda sem er það sem sem hugsunin á bakvið orðið. Ég legg því til að þangað til að betra íslenskt orð hefur verið fundið verði notast við alþjóðlegu orðin anarkismi og anarkisti. Kveðja frá Almari Anarkista

Því miður er það ekki í verkahring Wikipediu að finna ný eða betri orð. Við notum bara það sem almennt er notað. Á íslensku er „stjórnleysisstefna“ viðtekin þýðing á „anarkismi“ þótt til séu anarkistar sem kjósi heldur að nota eitthvað annað. Orðið „stjórnleysi“ er tökuþýðing — og bókstafleg þýðing á orðinu „anarkisti“ sem er af grískum rótum: αρχη þýðir byrjun, uppspretta, vald eða stjórn, α- er neitandi forskeyti í grísku (svokallað alpha privativum) en verður αν- á undan sérhljóða. Þú nefnir „kaos“ en það hefur ekkert með stjórnleysi að gera, það þýðir „óreiða“ (upphaflega þýddi það eitthvað svipað og „ginnungargap“ í íslensku). Þú nefnir líka „entropy“ en það er einnig af grískum rótum εν- (í) og τρεπω (snúa); orðið gefur til kynna (bókstaflega) breytingu, að eitthvað sé í breytingu eða í snúningi en er svo notað einkum í eðlisfræði til að tala um óreiðu og óvissu í tilteknu kerfi. Hvort sem orðin „stjórnleysi“ og „stjórnleysisstefna“ eru heppilegar þýðingar á orðinu „anarksimi“ eða ekki, þá er ljóst að þau eru miklu nær bæði merkingu or blæbrigðum orðsins „anarkismi“ en nokkurn tíman „kaos“ en „entropy“. --Cessator 21:32, 5 júní 2007 (UTC)
Ég er ósammála því að "stjórnleysi" sé þýðing á "chaos" -- chaos er óreiða, öngþveiti, óregla, skipulagsleysi. Stjórnleysi þýðir ekki sama og skipulagsleysi -- það sem vantar er ekki skipulag heldur stjórnvald. Ég sá Sigga pönk, frægasta anarkista Íslands, einhvers staðar vitna í (þáverandi) heimasíðu ASÍ, þar sem hann hafði rekist á þýðinguna stjórnvaldsleysisstefna -- það orð er meira lýsandi en einu atkvæði lengra og óþjálla eftir því. Það fær samt mitt atkvæði, ef fólki finnst á annað borð ástæða til að þýða anarkisma, og me´r finnst ekki ástæða til þess. Ég meina, ég hef aldrei heyrt neinn kalla sig stjórnleysingja. -- Vesteinn 02:10, 13 júní 2007 (UTC)
En það er samt ekki sjálfgefið að þeir sem aðhyllast stefnuna eigi að ráða hvað hún heitir. Jafnvel þótt allir raunhyggjumenn Íslands færu héðan í frá að kalla sig „empírisista“ myndi stefnan samt heita raunhyggja af því að það er bara viðtekin þýðing. Og eins ef allir náttúruhyggjumenn kölluðu sig framvegis „natúralista“. Sama gildir hér. „Stjórnleysisstefna“ er almennt notað sem þýðing á „anarchism“. --Cessator 02:19, 13 júní 2007 (UTC)
Ég þori nánast að fullyrða að þetta sé rangfært hjá þér, Vésteinn. Ég hef talað við þig – um stjórnmál – og ég er alls ekki tregur til að kalla mig stjórnleysingja. Ef einhver þýðing er betri en hinar, þá myndi það vera „valdleysisstefna“, en eins og áður er sagt, er ekki markmiðið hér að smíða nýyrði þegar önnur hafa langa hefð. Þetta orð er komið til að vera, og veldur satt að segja engu meiri vandræðum í að útskýra hugmyndafræðina fyrir íslenskumælandi heldur en fordómarnir tengdir „anarchy“ gera í ensku. --Odin 10. janúar 2008 kl. 23:03 (UTC)[svara]
Samkvæmt ensku wikipedia greininni þýðir gríska orðið ἀναρχος (anarchos) sem enska orðið anarchism er dregið af "without rulers". Það er stór munur á stjórnleysi og að vera án yfirvalds, því er ég ósammála því að stjórnleysisstefna sé nákvæm eða góð þýðing. Sérstaklega þegar neikvæð merking orðsins stjórnleysi er skoðuð. Ég styð orðið stjórnvaldsleysisstefna ef fólk vill endilega notast við önnur orð en anarkisti og anarkistar. Ég er líka ósammála því að þeir sem tilheyra hóp eigi ekki að hafa neitt um það að segja undir hvaða nafni þeir ganga. Það er hægt að benda á minnihlutahópa í þessu efni, það dettur fáum lengur í hug að kalla blökkufólk negra og asíubúa grjón. Það var hávær hópur svarts fólks í bandaríkjunum sem kom því í gegn að orðið negro var ekki lengur gilt í almennu tali og hugtakið african american kæmi í staðin sem "hlutlaust" orð. Það er svo sem hægt að röfla endalaust yfir svona hlutum, en það skiptir miklu máli hvaða nöfnum hlutir eru kallaðir og ég lít á orðið stjórnleysingi sem níðorð. Það er eiginlega fáránlegt að nota orð yfir hóp sem hópurinn sjálfur notast ekki við undir þeim formerkjum að það sé ekki hlutverk wikipediu að smíða nýyrði. Orðið anarkisti er líklegast löngu orðið tökuorð þar sem óformleg googlun gefur upp +9000 niðurstöður á íslenskum síðum með orðinu anarkisti og það er að finna í íslenskri orðabók http://snara.is/s4.aspx?sw=stj%u00f3rnleysingi&dbid=2&action=search
Á meðan er frekar sjaldgæft að finna notkunina stjórnleysingi yfir anarkista í skrifuðu eða töluðu máli í dag, þeir fréttamiðlar sem ég hef heyrt nefna anarkista undanfarið (vegna mótmæla) hafa ekki notast við orðið stjórnleysingja heldur anarkista. Og mér blöskrar sérstaklega orðskrípið - umhverfisvænt stjórnleysi - sem á þá væntanlega að þýða green anarchism.
88.149.119.253 28. janúar 2009 kl. 01:17 (UTC)Grímur[svara]
Þetta á líka við um anarchy og anarchism á ensku, það er engin lausn að tala um anarkisma eða stjórnvaldsleysisstefnu. Þó bókstafleg merking orðsins sé upprunalega án stjórnenda eða án valdhafa þá er þetta orð tvírætt á öllum þeim tungumálum sem ég þekki til (jafnvel upprunalega í grísku). Við verðum að hafa í huga að orð eins og lýðræði og lýðveldi hafa einnig verið notuð sem samheiti óreiðu, öngþveiti og skipulagsleysis á tímum konungsstjórnar, þegar menn trúðu því að það væri ekkert samfélagsskipulag án konungs. Valdleysi er skárra en stjórnvaldsleysisstefna, en án efa munu þessi orð á endanum fá sömu merkingu forverar þess. Þetta er kannski auðveld lausn en hún virkar örugglega aðeins í skamman tíma. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 28. janúar 2009 kl. 16:53 (UTC)[svara]
Það má vel vera að það sé hægt að færa rök fyrir því að orðið „stjórnleysi“ sé óheppilegt en það er nú samt orðið sem er notað þegar ekki er slett orðinu „anarkismi“. Orðið „stjórnvaldsleysisstefna“ er bara ekki í neinni notkun og þess vegna höfum við engan rétt á að ýta sérstaklega undir notkun þess hér enda þegar til íslenskt orð (hvort sem það er óheppilegt orð eða ekki). --Cessator 28. janúar 2009 kl. 17:39 (UTC)[svara]
Ég er ósammála þessu. Í óbreyttri mynd er þessi wikipedia grein að ýta undir notkun á orðinu stjórnleysi. Stjórnleysi er þegar til í málinu og er notað fyrir allt annað hugtak en þessa stefnu. Venjuleg leitarniðurstaða á orðinu „stjórnleysi“ sýnir að fólk og fjölmiðlar notar þetta orð til að lýsa vanhæfni ákveðinna stjórnunar („Undir þessari ríkisstjórn er algjört stjórnleysi“, „það ríkir stjórnleysi á olíumörkuðum), einstakling eða hóp fólks sem ekki er hægt að hafa hemil á („það var algjört stjórnleysi á þessum fundi“) eða vanmátt einstaklinga til að takast á við ákveðin vandamál („þú ert stjórnlaus gagnvart fíkn þinni“). Einu leitarniðurstöðurnar sem gefa umrædda heimspekistefnu eru orðabækur (oftast á vegum Wikipedia). 60.000 leitarniðurstöður gefa manni því skakka mynd af stöðu orðins í tungumálinu. Sé hins vegar leitað af orðinu stjórnvaldsleysi birtast 400 hnitmiðaðar niðurstöður sem nota orðið í sömu merkingu og þessi grein notar orðið stjórnleysi yfir. Anarkí gefur svo 124.000 niðurstöður, sem í flestum tilvikum voru tilvísanir í pönk, músík, ljóðlist eða umrædda heimspekistefnu. Það er því ef til vill minna róttækt að nota orðið stjórnvaldsleysi í þessari grein heldur en orðið stjórnleysi, þar sem það fyrrnefnda er oftar notað í samhengi við heimspekistefnuna. Minnst róttækt væri þó að nota einfaldlega orðið Anarkí þar sem það er þegar vel notað hugtak í íslensku máli. --Runarberg 12. júní 2013 kl. 20:44 (UTC)[svara]
Endurupptaka á 4ra ára gömlum þræði :) En málið er að anarkí, eins og anarchy á ensku, er notað í nákvæmlega þessari merkingu sem þú lýsir fyrst og hefur ekkert með neina heimspekistefnu að gera. Ef þú svo leitar að "anarkí" (innan gæsalappa) +"að" (til að útiloka aðrar niðurstöður en íslenskar) færðu ekki nema 1740 niðurstöður. Auk þess er augljóst að orðið anarkí er amk. jafnoft og stjórnleysi notað til að lýsa taumleysi eða lélegri stjórn (nokkur dæmi af Tímarit.is: "Má segja að sannkallad anarkí hafi skapast í stjórnmálunum", "Anarkí er hugtakið sem kemur upp í hugann þegar farið er um landamærin milli Kosovo og Makedóníu"). --Akigka (spjall) 12. júní 2013 kl. 22:43 (UTC)[svara]
Akigka sagði nokkurn veginn það sem ég vildi segja, ég tek undir hans orð. En ég vil bæta við að Wikipedia er auðvitað ekki til í tómarúmi og með tíð og tíma hefur orðanotkun hér kannski einhver áhrif á orðanotkun íslenskra málnotenda. Það verður ekki hjá því komist af því að við verðum að nota einhver orð til að miðla hugmyndunum (þannig að við veljum alltaf einhver orð fram yfir önnur) og við erum að miðla þeim til íslenskra lesenda (sem gætu alltaf orðið fyrir áhrifum frá okkur). Ef maður tæki mótrökin alvarlega væri því niðurstaðan sú að nota engin orð og það er ekki hægt. Punkturinn hjá mér vat að við eigum ekki að ýta undir neina aðra orðanotkun en þá sem er algengust hverju sinni. --Cessator (spjall) 13. júní 2013 kl. 18:11 (UTC)[svara]

Ég sé að ég er að endurtaka gamla umræðu: en hvernig varð það ofan á að orðið stjórnleysisstefna er notað hér? Ég veit ekki um nokkurn anarkista sem notar það orð sjálfur, hvorki innan aktífisma né heimspeki – anarkismi er hugtakið sem helst er í umferð. Stjórnleysisstefna er meira í ætt við uppnefni annarra um fyrirbærið. Anarkismi er ekki sletta frekar en kommúnismi, þetta er einfaldlega tökuorð. Stabilo (spjall) 6. júní 2014 kl. 23:08 (UTC)[svara]

Stjórnleysisstefna er einfaldlega bein þýðing á orðinu anarchism, eins og Cessator útskýrir að ofan. Það er viðtekið, virðulegt og gamalt heiti á þessari stjórnmálastefnu. Ef þér finnst það niðrandi er það einfaldlega vegna þess að það leikur nákvæmlega sama hlutverk í íslensku og enska orðið sem það er þýðing á -- er stundum notað yfir hömluleysi, óstjórn og ringulreið -- alveg eins og enska orðið "anarchism". Ég þekki svo líka stjórnleysingja sem hika ekki við að kalla sig stjórnleysingja -- og skammast sín ekkert fyrir það. --Akigka (spjall) 6. júní 2014 kl. 23:20 (UTC)[svara]
Sælinú. Það er ekki að orðið sé niðrandi sem slíkt þó að stundum hafi það auðvitað verið notað með þeim hætti. Heldur hitt, að heiti er ekki lýsing. Þetta er höfuðatriði. Kommúnismi heitir kommúnismi, þó að orðið eigi sér uppruna með merkingu sem sé hægt að þýða sem lýsinguna „sameignarstefna“ … hvers vegna ekki „samhyggja“ – hvert sem fólk tekur það. Škoda þýðir eitthvað í ætt við synd og skömm, sem mörgum hefði kannski í eina tíð líka þótt rétt lýsing á bílategundinni. Hvers vegna íslenskum við ekki þá færslu? Vegna þess að lýsing er ekki heiti. Sama gildir hér. Ef við vildum til dæmis gera lista yfir Íslendinga sem aðhyllast eða hafa mært þetta fyrirbæri, anarkisma, sem væri ekki úr vegi einn daginn, listinn myndi innihalda í það minnsta einhverja forvitnilega eldri rithöfunda, þá kannast ég ekki við að nokkur þeirra hafi kallað sig stjórnleysingja eða sagst aðhyllast stjórnleysisstefnu, heldur aðeins – eingöngu – anarkista og anarkisma. Ef þú getur bent mér á eitt dæmi um manneskju sem notar orðið um eigin hugsanir eða afstöðu, í eigin texta, væru það fréttir fyrir mér. Þangað til lítur þetta út, fyrir mér, sem tilhneiging til að ræna fólk ídentiteti sínu í nafni hreintunguhyggju. Ekki að það sé stórmál, þetta eina dæmi á þessum eina vettvangi, og ég mun ekki standa í þrætu ef allir hér eru mér ósammála – en tilhneigingin finnst mér meinleg. Stabilo (spjall) 9. júní 2014 kl. 13:29 (UTC)[svara]
Ég er stjórnleysingi Stabilo, og hef verið virkur sem slíkur síðan um 1980 og þekki því marga sem aðhyllast stjórnleysistefnuna. Ég tel mig því geta talað af einhverri reynslu um notkun þessara hugtaka. Notkun fólks sem aðhyllist þá stefnu á orðinu anarkismi er ýmist það eða stjórnleysistefna. Ekki hafa verið skrifaðar á íslensku margar fræðigreinar um stjórnleysistefnuna, en þær notast þó almennt við við íslenska hugtakið sem og fjölmiðlar. Aftur á móti er algengara að fólk sem þessa stefnu aðhyllast noti, og þá sérstaklega sín á milli, orðið anarkismi. Kemur það fyrst og fremst til af því að það er þjálla en stjórnleysisstefnu hugtakið, sem bæði er langt og fer ekki vel í munni. En þegar skrifaðar eru greinar á wikipedia er almennt notuð íslensk heiti á alla þá hluti sem á annaðborð eiga sér íslensk heiti. Erlend heiti eru þó stundum notuð sem tilvísunarheiti á viðkomandi grein, sérstaklega ef þau eru oft notuð eins og í þessu tilfelli, rétt eins og til dæmis latneskt heiti plöntu er notað sem tilvísun á grein um viðkomandi grein sem þá heitir íslensku heiti plöntunnar. Aftur á móti eru ekki þýdd nöfn hluta eins og bílategund eða fyrirtækja enda ekki almennt gert neinsstaðar, hvorki hér á landi né öðrum löndum, þótt stundum séu þau nöfn beygð með íslenskum beygingum. Dæminn eru þó mismunandi, má þar nefna borgar og landaheiti sem oftast hafa verið aðlöguð íslensku og íslensku beygingarkerfi en ekki eiginlega þýdd. Þessi umræða um heiti greina og orðanotkun er ekkert ný og skýtur alltaf upp kollinum með reglulegu millibili við heiti ýmissa greina sem og hugtaka notkun í greinum. En almennt hefur endanleg lending orðið sú að nota íslenskar þýðingar nema hægt sé að færa sterk rök fyrir öðru. Ef til dæmis eins og í þessu tilfelli tvö hugtök hafa verið notuð, það er þýðing sem almennt er notuð í almennum ritum og umfjöllun og hins vegar erlenda hugtakið aðlagað að íslenskunni, þá er íslenska þýðingin valinn. Enda erum við að skrifa íslenska wíkipedíu á íslensku. Bragi H (spjall) 9. júní 2014 kl. 14:12 (UTC)[svara]
Ég lýsi mig ósammála en læt gott heita. Annað eyrað á mér er anarkískt og því finnst óþægilegur kliður í þessari klifun á þjóðerni: „íslensk wikipedía á íslensku“ og óþörf innilokun og undanlátssemi við þjóðríkið að nota önnur orð en þau sem fólki er tömust. En eins og ég segi – ég skila þessu séráliti en þræti ekki meira um málið í bili. Stabilo (spjall) 9. júní 2014 kl. 16:01 (UTC)[svara]

Lögleysingjar

[breyta frumkóða]

Til gamans: Í tímaritinu Skírni árið 1894 voru anarkistar nefndir lögleysingjar. [1] --194.144.23.124 30. júlí 2009 kl. 21:23 (UTC)[svara]

Ekki stjórnleysi?

[breyta frumkóða]

Örlítil vangavelta: Hvers vegna eru primitívismi og anarkó-kapítalismi settir undir þetta spurningamerki? Anarkó-primitívistar setja ekkert síður spurningamerki við t.d. rauðan anarkisma (anarkó-kommúnisma, syndikalisma og svo framvegis) - hann feli ekki í sér raunverulegt stjórnleysi. Hvers vegna ekki að leggja bara fram þessar stefnur, allar á sama levelinu, og birta með rök með og á móti? Þótt höfundar þessarrar greinar kunni að vera rauðir er ekki þar með sagt að þeir hafi skilgreiningarvaldið...

Þetta eru mjög almenn framsetning þegar heildarstefnur stjórnleysisstefnunnar eru teknar saman. Það er ekki bara hér þar sem þetta er sett svona fram en greinin er að stórum hluta þýdd annarstaðar frá. Ef lesin er til dæmis enska greinin þá stendur þar sem dæmi: „There is a strong current within anarchism which does not consider that anarcho-capitalism can be considered a part of the anarchist movement due to the fact that anarchism has historically been an anti-capitalist movement and for definitional reasons which see anarchism incompatible with capitalist forms.“ Og einnig um stjósnleysis primitivistana. Bragi H (spjall) 11. janúar 2016 kl. 13:42 (UTC)[svara]
Hér er tiltölulega nýútkominn bæklingur, Anarchy: Civil or Subversive (http://325.nostate.net/wp-content/uploads/2015/11/civil-anarchism-book.pdf), þar sem súbversívir stjórnleysingjar setja ansi mörg og stór spurningamerki við svokallaðan borgaralegan anarkisma. Deilan sem þarna birtist er hvorki smá né ný af nálinni... Hún er afar sýnileg í mörgum löndum þar sem stórar, áhrifamiklar og oft á tíðum innbyrðis ólíkar hreyfingar anarkista starfa. Skal þá setja spurningamerki við borgaralegan anarkisma hér? Velta því upp hvort hann sé ekki "alvöru" anarkismi? Hvar liggja mörkin? Hvaða greinar stjórnleysistrésins fá að vera með og hverjar ekki? Og hver skilgreinir það?
Hvað meinarðu með súbversívir stjórnleysingjar og borgaralegur anarkismi. Sem alfræðigrein ætti ekki að vera einhver/einhverjar greinar stjórnleysisstefnunnar undanskildar, nema ef um það er mikill ágreiningur, þá ætti sá ágreiningur að vera tíundað hér. Þar sem ekki er um auðugan garð að grisja á íslensku hvað varðar heimildir þá er eðlilegast að miða sem mest við ensku greinina um stjórnleysistefnuna að mínu mati en ég hef ekki fylgst neitt með breytingum á henni nýlega svo ég geri mér ekki grein um hvað þú ert að tala. Bragi H (spjall) 1. febrúar 2016 kl. 08:50 (UTC)[svara]