Fara í innihald

Spjall:Reykjavík

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er Þórshöfn höfuðborg Færeyja eða Kúlúsúk höfuðborg Grænlands? Það þarf að vera fleirri en ein borg til að tala um höfuðborg. Það hlítur að vera til einhvað betra orð eins og stjórnarráðsstaður eða einhvað þess hátar. Það er ónákvæmt að kalla Washington höfuðborg USA þar sem margar aðrar borgir eru stærri og frægari.

Já, Þórshöfn er höfuðborg Færeyja, og Nuuk (ekki Kúlúsúk) er höfuðborg Grænlands. Reykjavík er höfuðborg Íslands. Eina borgin getur vel verið höfuðborgin, þar að auki sem borg er mjög afstætt hugtak. --Sterio 11. maí 2006 kl. 20:11 (UTC)[svara]


Um hverfaskiptingu

[breyta frumkóða]

Opinbera hverfaskiptingin fylgir ekki alltaf þeim skiptingum (geta verið mjög mismunandi) sem notaðar eru í daglegu tali, t.d. er Grafarholti og Norðlingaholti skellt undir Árbæ á meðan Úlfarsfellið er strax tilgreint sem hverfi. Ég held að það sé þó betra að halda sig við hina stjórnsýslulegu skiptingu heldur en að reyna að fara eftir einhverri huglægri skiptingu þar sem slíkar skiptingar eru mjög ónákvæmar. Mér fannst rétt að sýna naumhyggju í því hvað er hlekkjað og hvað ekki þar sem bæjarhlutarnir eru mismerkilegir og misvel þekktir. En auðvitað getur hver sem er bætt við tenglum að vild. Bæjarhlutaheitin eru eins og þau eru í samþykktinni sem ég vísa í. --Dresib 5. apríl 2006 kl. 14:26 (UTC) (Gleymdi víst að skrá mig inn áður en ég skellti hverfunum inn).[svara]

Myndir fyrir hverfaskipitingu

[breyta frumkóða]

Mætti ekki vel nota þessa mynd? Mér virðist hún skýrari og hún hefur texta í þokkabót. --Baldur Blöndal 13. júlí 2008 kl. 01:21 (UTC)[svara]

Hverfaskipting

[breyta frumkóða]

Ég er búinn að bæta allnokkrum þessara hverfa á OpenStreetMap, þó eru ekki nærru öll komin og sum þeirra eru skilgreind það ónægilega í greinum hér að ég hef bara geta sett þau inn sem punkta en ekki samsvarandi marghyrninga sem lýsa nákvæmum hverfamörkum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 31. október 2008 kl. 22:33 (UTC)[svara]

Systra/vinaborgir fjöldi?

[breyta frumkóða]

Fjöldi vinaborga er hér 19 en á ensku Wiki 5. Ég finn ekki heimild um vinaborgir á síðu Rvkborgar eða á google. Ég sendi borginni fyrirspurn og viti menn þá var mér gefinn linkur á undirkaflann hérna sem ég er að reyna að uppfæra! *facepalm*

Berserkur (spjall) 26. maí 2023 kl. 10:44 (UTC)[svara]

Áhugavert. Hér er t.d. talað um að höfuðborgir allra Eystrasaltsríkjanna séu vinaborgir Reykjavíkur... --Akigka (spjall) 26. maí 2023 kl. 16:41 (UTC)[svara]