Spjall:Landsvirkjun
Vilji ég bæta við kennimynd? (lógó) Landsvirkjunar [1] og [2]. Hleð ég því einfaldlega inn í gegnum Wikimedia Commons og tilgreini Landsvirkjun sem höfundarétthafa? -- Jabbi 12:15, 3 október 2006 (UTC)
- Nei, þú hleður því inn hérna og skellir {{vörumerki}} á það. Commons er aðeins fyrir óhöfundaréttarvarðar myndir. --Bjarki 12:25, 3 október 2006 (UTC)
Hlutleysi þessarar greinar
[breyta frumkóða]Ég tók eftir að þessi grein um Landsvirkjun var í umfjöllun á vef Rúv og á REykjavík vikublað og var þar farið háðuglega um inntak greinarinnar og að sagt að aðili frá Landsvirkjun hefði skrifað þetta og væri þetta eins og auglýsing o.s.frv. Ég sá líka að það var búið að merkja greinina á wikipedía að það væri deilt um hlutleysi hennar en sá ekki neitt af þeim deilum hér á spjallsíðunni um greinina. Deilur og rökstuðningu um hlutleysi greina á wikipedia eiga að fara fram á spjallsíðum greinanna sjálfra. Ég lagfærði þessa grein, tók út óþarfa japl og skrúðmælgi og hól og get ekki séð neitt at hugavert við greinina eftir það. Þess vegna tók ég líka merkinguna um að deilt væri um hlutleysi hennar út. Ef einhver hefur at hugasemd um það sem nú stendur í greininni er eðlilegur vettvangur að ræða það á þessari spjallsíðu --Salvor (spjall) 29. júní 2014 kl. 17:33 (UTC)
- Ég lagfærði málfar og stafsetningu eftir að Salvör var búin að henda út "óþarfa japl(i) og skrúðmælgi". Í greininni segir: "borað niður á kviku í um 2100 km dýpi" sem ég rengi. Í fljótu bragði sýnist mér að þetta hljóti að vera 2100 metrar en ekki kílómetrar. Einhver sem veit eða hefur heimild um málið vinsamlegast leiðrétti. --Mói (spjall) 30. júní 2014 kl. 20:40 (UTC)