Fara í innihald

Spjall:Berbrjósta

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það þarf að finna betra nafn á þessa grein. --Baldur Blöndal 11. september 2008 kl. 13:51 (UTC)[svara]

Afhverju ekki bera Berbrjósta, sbr.: [1]. Topless er lýsingarorð rétt einsog berbrjósta. --85.220.11.2 11. september 2008 kl. 14:22 (UTC)
Á ensku útgáfuni er þetta nú kallað Toplessness, þ.e.a.s. nafnorð. Annars þá væri berbrjósta líklega ágætt, alla vegana skömminni skárra en "toppleysi". Hvað væri annars w:en:barechested þýtt? --Baldur Blöndal 11. september 2008 kl. 15:31 (UTC)[svara]
Berbrjósta er eðlilegasta heiti greinarinnar. --Cessator 11. september 2008 kl. 17:07 (UTC)[svara]
Það er ekki hlutverk alfræðisafns eins og wikipediu að vera einnig orðabók og því á þessi greina ekki heima hér! Greinin ætti frekar að vera í wikiorðabók. Thvj 15. september 2008 kl. 15:18 (UTC)[svara]
Ég hef nú bara eitt orð um þetta að segja: Yläosattomuus. --157.157.207.97 15. september 2008 kl. 16:35 (UTC)
Thvj, það er að sjálfsögðu hugsanlegt að skrifa grein undir þessum titli sem fjallar ekki um orðið; það er til dæmis hægt að fjalla um ólík viðhorf í ólíkum samfélögum um það að ganga um berbrjósta — viðhorfin eru ekki bara breytileg frá Evrópuríkjum til Afríkuríkja heldur er líka t.d. mikill munur á íslenskum og bandarískum viðhorfum í þessum efnum. Það má líka fjalla um hvernig þetta kemur fyrir í fjölmiðlum og listum. Þessi grein er ekki komin langt en það er nú þegar kominn vísir að umfjöllun um hefðir og lög o.s.frv. Skoðaðu ensku greinina, þannig ætti þessi grein helst að verða (eða betri). --Cessator 16. september 2008 kl. 04:13 (UTC)[svara]
Cessator: Flettur í alfræðisöfnum eru ætíð nafnorð, því ef einnig væri fjallað um lýsingarorð og atviksorð yrði þær að allt of víðtækum orðabókum. Mér finnst það ágæt regla að fletturnar séu eingöngu nafnorð, en ekki að apa eftir vitleysur úr ensku wikipediu. Atviksorðið berbrjósta er hluti af hugtakinu nekt og ætti vitaksuld heima sem kafli undir því, rétt eins og berrassaður og berhöfðaður ;) Thvj 16. september 2008 kl. 08:53 (UTC)[svara]
Mér finnst þessi nafnorðakredda vera della reyndar, enda þótt í flestum tilfellum sé eðlilegast að velja nafnorðið. En íslenskan á ekki nafnorð um allt (sem betur fer enda ekki nafnorðamál eins og enskan). Vissulega er það að vera berbrjósta nekt í einhverjum skilningi en hér er samt um ákveðið menningarlegt fyrirbæri að ræða sem ólík viðhorf ríkja um í mismunandi löndum o.s.frv. og það er vel hægt að fjalla um í löngu máli. Þannig að ég sé ekkert að því að það sé til sérstök grein um þetta. Þín fyrstu viðbrögð voru reyndar ekki að leggja til að færa greinina heldur að leggja til að eyða henni, sem er óþarft. --Cessator 16. september 2008 kl. 11:24 (UTC)[svara]
Cessator, þetta er ekki kredda, þetta er gert til að mögulegt sé að aðgreina alfræðibók og orðabók. Hvað ertu að reyna að segja með þessu: "Þín fyrstu viðbrögð voru reyndar ekki að leggja til að færa greinina heldur að leggja til að eyða henni, sem er óþarft." ?? -- Ég lagði reyndar bara til að greinin yrði flutt í wikiorðabók! Thvj 16. september 2008 kl. 11:33 (UTC)[svara]
En að flytja hana á Wikiorðabókina jafngildir því að eyða henni hér; greinin yrði ekki lengur til hér. Þetta lyktar af kreddu þegar þú lætur eins og um ófrávíkjanlega reglu sé að ræða („[...] eru ætíð nafnorð [...]“) eða lögmál sem hefur ákv. afleiðingar („[...] því ef einnig væri fjallað um lýsingarorð og atviksorð yrði þær að allt of víðtækum orðabókum“). Ég held að það sé engan veginn óhjákvæmilegt að alfræðiritið verði að (allt of víðtækri) orðabók þótt nokkrar flettur séu ekki nafnorð. Þetta fer allt eftir því hvernig greinin er skrifuð og næst þegar einhver leggur til flettu sem ekki er nafnorð þá horfum við til þess hvernig greinin er skrifuð (ef hún er skrifuð eins og orðabókarfærsla, þá höfnum við henni en ef hún fjallar um viðfangsefnið öðru vísi, þá er ekkert til fyrirstöðu að leyfa henni að vera). Mundu að Wikipedia er ekki prentað rit, sem þýðir að hún getur innihaldið töluvert meira efni en venjulegt alfræðirit. Af þeim sökum er ekkert sem kemur í veg fyrir að það sé til grein um þetta fyrirbæri sem er ekki bara kafli í grein um nekt. Það eru líka til greinar um frasa (Cogito, ergo sum o.s.frv.) og það eru til greinar um ártöl (1998) og tölur (t.d. tveir — þú vilt þó ekki að sú grein verði færð á tvennd, er það nokkuð?). --Cessator 16. september 2008 kl. 11:52 (UTC)[svara]
Cessator: Ég óttast að við lendum fljótlega í vandamálum ef við setjum ekki einhver mörk um hvað eigi að vera fletta í wiki og hvað ekki! Er þá ekki bara betra (tillaga mín) að einskorða sig við nafnorð, því þá er a.m.k. klippt og skorið hvað á heima hér og hvað ekki? Btw, sé ég ekkert athugavert við að flytja greinina í wikiorðabók og skrifa í staðinn kafla um meint "berbrysti" í grein um nekt, eða sérðu nokkur tormerki á því? - Varðandi lýsingar-/atvikorðið tveir þá fjallar greinin reyndar um töluna tveir, eins og allar greinarnar um ákveðnar tölur :p Thvj 16. september 2008 kl. 12:18 (UTC)[svara]
Það er auðvitað mikið hægt að skrifa um þetta hugtak, en eins og Cessator sagði þá er þetta mjög menningarlegt fyrirbæri og mismunandi eftir löndum og trúarbrögðum. Og ekki vantar efni til að skrifa um þetta (sjá t.d. finnsku greinina eins og einhver benti á). Þú talar um að það verði að setja mörk um það hvað á skilið að vera inni á Wikipediu en eins og þú sérð þá eru 15 aðrar Wikipediur sem telja þetta markvert. --Baldur Blöndal 16. september 2008 kl. 12:49 (UTC)[svara]
Bara svo það sé á hreinu, þá er ekki deilt um hvort það eigi eða eigi ekki að leyfa hverju sem er að vera í alfræðiritinu. Já, það þarf að setja einhver mörk um hvað má vera hérna. Þú leggur til að miðað verði við nafnorð. Ég legg til að miðað verði við hvernig greinarnar fjalla um viðfangsefnið. Þú heldur að það verði klippt og skorið hvort grein á heima hér ef við leyfum engöngu nafnorð. Þetta er misskilningur hjá þér. Hér hefur t.d. ip-tölunotandi einn reynt að setja inn ýmsar greinar um nafnorð sem fjalla samt ekki um neitt annað en orðið. Þetta er ekkert klippt og skorið þótt flettur séu einungis nafnorð; spurningin er óhjákvæmilega hvort greinin fjallar um orðið eða hvort hún fjallar um hugtakið; greinar eiga ekki að fjalla einungis um orð. En þú virðist hafa tvöfaldan mælikvarða í þessum efnum, því þú segir „Varðandi lýsingar-/atvikorðið tveir þá fjallar greinin reyndar um töluna tveir“ (áherslubr. mín). Nákvæmlega! Það er ekkert athugaverð þótt flettan sé ekki nafnorð af því að greinin fjallar samt um hugtakið en ekki um orðið. Af hverju ætti þá að vera eitthvert tiltökumál hér ef flettan er ekki nafnorð (enda ekkert gott nafnorð til sem er eðlilegra að nota en þetta orð) þegar það er augljóst að greinin fjallar um fyrirbærið en ekki orðið? Enskan notar nafnorð (enda er hún nafnorðamál, ólíkt íslensku); þessi grein var áður á toppleysi, viltu frekar að hún verði flutt aftur þangað? --Cessator 16. september 2008 kl. 13:46 (UTC)[svara]
Enska wiki notar reyndar nafnorð, þ.e. topplessness ;o) Geinin hér fjallar auk þess eingöngu um konur, meðan sú ensk fjallar einnig um "toppless" karla. Thvj 16. september 2008 kl. 13:16 (UTC)[svara]
Cessator, þú mátt alveg slepp útúsnúningum: tveir = talantveir, tveir (tala) o.s.frv. En, já, í nafni einfaldra reglna, þá legg ég til að við höldum okkur við nafnorðin, a.m.k. þar til við höfum mótað skýrar reglur um hvað eigi heima á wikipediu og hvað ekki. Það hljóta einhverjir aðrir að vilja tjá sig um málið, en ég held ég hafi komið mínum skoðunum á framfæri nægjanlega skýrt og skilmerkilega, þ.a. sleppa megi einhverju þrasi um hver sagði hvað. - Auk þess ítreka ég fyrri hugmynd um að efni greinarinnar verið flutt í wikiorðabók eða í sérstakan kafla í greininni nekt.Thvj 16. september 2008 kl. 14:11 (UTC)[svara]
Þetta er ekki útúrsnúningur; orðið tveir er ekki nafnorð, það bara svo einfalt. Það kemur samt ekki að sök. Ég sé ekki að það ætti að gera það hér eitthvað frekar. En þú svarar samt ekki spurningunni: myndi það breyta einhverju fyrir þig ef þessi grein væri færð aftur á nanforðið toppleysi? --Cessator 16. september 2008 kl. 14:23 (UTC)[svara]
Jú, ég gæti ekki lengur "nöldrað" yfir tilvist greinarinnar, því toppleysi er sannarlega nafnorð :o) hins vegar mundi ég líklega hafa einhverjar athugasemdir um tilvist þess orðs, þ.e. spyrja um heimildir fyrir því í málinu o.s.frv. Thvj 16. september 2008 kl. 15:02 (UTC)[svara]
Ég tek því þá þannig að þú hafir í sjálfu sér ekkert út á greinina að setja, heldur fyrst og fremst titilinn. Orðið „toppleysi“ er vissulega til t.d. á bloggsíðum og annars staðar í óvönduðu máli en það er einmitt vandinn, það er ekki vandað mál. Íslenskan á bara ekki gott nafnorð um þetta og þess vegna er eðlilegt að láta greinina í þessu tilviki heita „berbrjósta“. Þessu fylgir enginn fótfestuvandi. --Cessator 16. september 2008 kl. 15:10 (UTC)[svara]
Nei, ég hef ekkert fett fingur út í efni greinarinnar, aðeins því að heiti greinarinnar er ekki nafnorð! Því stakk ég upp á að setja efni greinarinnar sem kafla í grein um nekt og/eða flytja greinina í wikiorðabók. Thvj 16. september 2008 kl. 15:31 (UTC)[svara]
Jæja, þetta er nú orðið fínt spjall hjá ykkur. Berbrjósta-flettan á vel heima hérna að mínu viti og nafnorða„verðungin“ ætti ekki að vera nein verðung í alfræðiriti. Væri ekki betra að eyða púðrinu í að betrumbæta þessa grein, bretta upp ermarnar upp að brjóstum, og skrifa um þetta verðuga flettuefni, og nota eitthvað af þessu - t.d. þetta [2], [3] eða þetta [4] og þetta líka: [5] því hérna talar Bragi Ásgeirsson um það að hann hyggist ekki gerast svo djarfur að sinni að birta myndir af blómarósum í hundraðatali (þeirri lífsflóru..) vegna þjóðlegs velsæmis. Þarna er ágætur punktur. Þjóðlegt velsæmi eða velsæmið. Og svo hérna líka: [6] og hér: [7]. Svo mætti minnast á samtökin Bara bröst, [8]. Umræðuna um berbrjósta konur og sundlaugar hér á landi osfrv osfrv. Og auðvitað eru til berbrjósta karlar líka, sbr. brot úr einu verka Auðar Haralds: ...svo fertugar húsmæður geti horft á tvítuga berbrjósta drengi. --157.157.207.97 16. september 2008 kl. 15:57 (UTC)

Bara um konur

[breyta frumkóða]

Ég vil bara benda á að það sem Thvj sagði um að greinin hér fjalli eingöngu um konur, meðan sú ensk fjalli einnig um "toppless" karla“. Enska greinin fjallar eingöngu um konur eins og hin íslenska enda er til sérstök grein um það þegar karlar eru berir að ofan, eða „barechested“ á ensku Wikipediunni sem er nota bene lýsingarorð! hananú --Baldur Blöndal 16. september 2008 kl. 22:42 (UTC)[svara]

Félagsfræðileg merking fatna

[breyta frumkóða]

Hvaða fötur eru þetta sem tengjast þessu? Hér eru fötur um fötur frá fötum til fatna...??? --85.220.7.145 23. nóvember 2008 kl. 15:13 (UTC)[svara]