Fara í innihald

TISA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

TISA (ensk skammstöfun: Trade in Services Agreement = Samningur um þjónustuviðskipti) er samningur sem lýtur að þjónustuviðskiptum að tilhlutan Bandaríkjamanna og er enn er á umræðustigi. Auk þeirra koma eftirfarandi lönd að samningnum: Ástralía, Chile, ESB (28 ríki), Hong Kong, Ísland, Ísrael, Japan, Kanada, Kostaríka, Kólumbía, Liechtenstein, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Noregur, Pakistan, Panama, Paraguay, Suður-Kórea, Sviss, Taiwan, Tyrkland. Stefnt er að því að fleiri ríki geti gerst aðilar að TISA samningnum á síðari stigum. Þá hafa Kína og Úrúgvæ óskað eftir aðild að viðræðunum.

Samningurinn hefur verið umdeildur af mörgum, [1]sérstaklega eftir að Wikileaks birti skjöl sem opinbera leyndarhyggju við samningsgerðina. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. WikiLeaks releases documents related to controversial US trade pact; Guardian.com
  2. Secret Trade in Services Agreement (TISA) - Financial Services Annex; af Wikileaks.org
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.