Töflureiknir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lotus 1-2-3 var eitt sinn vinsæll töflureiknir

Töflureiknir er notendaforrit þar sem hægt er að vinna með gögn í töflu. Hver reitur í töflunni getur innihaldið tölur eða texta eða reikniformúlu sem sýnir til dæmis summu allra gagna í tilteknum dálki eða línu töflunnar, miðgildi, meðaltal o.s.frv. Þar sem útkoma úr útreikningum uppfærist sjálfkrafa þegar gögnum er breytt er auðvelt að nota töflureikna til að gera töluleg líkön og prófa útkomuna miðað við ólíkar forsendur. Nútímatöflureiknar bjóða auk þess upp á margvíslegar aðferðir við myndræna framsetningu gagna í gröfum eins og línuritum og súluritum.

Töflureiknar eru í dag yfirleitt hluti af skrifstofuvöndlum ásamt ritvinnsluforritum. Þekktustu töflureiknarnir eru Microsoft Excel, OpenOffice.org Calc og Numbers. Þekktir eldri töflureiknar eru til dæmis VisiCalc, Quattro Pro og Lotus 1-2-3.

  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.