Fara í innihald

Tónlistarskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 17. nóvember 2006 kl. 10:57 eftir SpillingBot (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2006 kl. 10:57 eftir SpillingBot (spjall | framlög) (robot Fjarlægi: en:Reykjavik College of Music)

Tónlistarskólinn í Reykjavík er íslenskur tónlistarskóli sem stofnaður var árið 1930, en hann er elsti tónlistarskóli landsins sem enn starfar. Skólinn hefur aðsetur í Skipholti í Reykjavík og býður upp á tónlistarnám á miðstigi, framhaldsstigi og háskólastigi. Námi við skólann er lokið með burtfararprófi í hljóðfæraleik, söng eða tónsmíðum.

Tónlistarskólinn starfrækir einnig sinfóníuhljómsveit (Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík) sem ætluð er til að þjálfa hljóðfæraleikara skólans.

Núverandi skólastjóri er Kjartan Óskarsson, en aðstoðarskólastjóri Óskar Ingólfsson.