Tónakvartettinn frá Húsavík - Rauðar rósir
Útlit
Rauðar rósir | |
---|---|
SG - 518 | |
Flytjandi | Tónakvartettinn frá Húsavík |
Gefin út | 1967 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Tónakvartettinn frá Húsavík er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur Tónakvartettinn frá Húsavík sex lög.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Rauðar rósir - Lag - texti: E. Elgar — Friðrik A. Friðriksson
- Í kránni - Lag - texti: Enskur skólas. — Friðrik A. Friðriksson
- Íslenzk þjóðlagasyrpa - Raddsetn.: Birgir Steingrímsson
- Syndaflóðið - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Magnús Ásgeirsson
- Napolí nætur - Lag - texti: J. S. Zamecnic — Friðrik A. Friðriksson
- Capri Catarina - Lag - texti: Jón Jónsson frá Hvanná — Davíð Stefánsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Það kom útvarpshlustendum skemmtilega á óvart þegar að söngkvartett frá Húsavík kom fram með hina vönduðustu söngskrá seint á árinu '66. Það vissu fáir aðrir en nánustu kunningjar fjórmenninganna að þeir höfðu komið saman nokkur kvöld í viku undanfarin þrjú ár og sungið sjálfum sér til skemmtunar. Og aldrei stóð til að koma fram opinberlega, en á miðju sumrinu '66 létu þeir félagar til leiðast að syngja á einni skemmtun og þó að tími vœri varla fyrir hendi þá voru skemmtanirnar orðnar tíu, sem þeir sungu á það sumar. Um haustið, er þeir áttu leið um Reykjavík í sameiginlegri orlofsferð til útlanda var fyrrgreind útvarps söngskrá hljóðrituð og þá um leið lög þau, sem eru á þessari hljómplötu. Tónakvartettinn skipa þeir Ingvar Þórarinsson, sem syngur fyrsta tenór, Stefán bróðir Ingvars annan tenór. Eysteinn Sigurjónsson syngur fyrsta bassa og Stefán Sörensson annan bassa | ||
2003
[breyta | breyta frumkóða]Öll lög þessarar plötu voru endurútgefin á geislaplötunni Tónakvartettinn frá Húsavík - Upptökur frá 7. áratugnum árið 2003. Voru það eftirlifandi meðlimir Tónakvartettsins og ættingjar hinna sem stóðu fyrir útgáfunni, í tilefni 40 ára afmælis þessa vinsæla kvartetts.