Fara í innihald

Sólsýprus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólsýprus
Tré í Osaka-fu, Japan
Tré í Osaka-fu, Japan
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Chamaecyparis
Tegund:
C. obtusa

Tvínefni
Chamaecyparis obtusa
(Siebold & Zucc.) Endl.[2]

Sólsýprus (fræðiheiti: Chamaecyparis obtusa[3]) er barrtré í Cupressaceae (Grátviðarætt), ættað frá mið-Japan,[4][5] og víða ræktað á norðurhveli vegna gæða timburs. Á Japönsku heitir tegundin "hinoki".

Þetta er sígrænt tré, fullvaxta um 35m hátt og að 1 m í stofnþvermál.[6] Börkurinn er dökk-rauðbrúnn.


Chamaecyparis obtusa þrífst best í rökum jarðvegi með góðu frárennsli, í góðu skjóli og birtu. Yfir 200 ræktunarafbrigði með mismunandi vaxtarlag, vaxtarhraða og lit á barri hafa verið valin til ræktunar.[7]

Ilmandi viðurinn er léttur en sterkur og þolinn gegn fúa. Hann er oft notaður í musteri í Japan.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Conifer Specialist Group (2000). Chamaecyparis obtusa. Sótt 11. maí 2006.
  2. Endl., 1847 In: Syn. Conif.: 63.
  3. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2014). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Sótt 26. maí 2014.
  4. Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Kew: Royal Botanic Gardens. ISBN 1-84246-068-4.
  5. Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm. ISBN 0-7470-2801-X.
  6. „Chamaecyparis obtusa - Plant Finder“. www.missouribotanicalgarden.org. Sótt 18. febrúar 2021.
  7. Lewis, J. (1992). The International Conifer Register Part 3: The Cypresses. London: Royal Horticultural Society.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.