Hettusöngvari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sylvia atricapilla)
Hettusöngvari
Karlkyns hettusöngvari
Karlkyns hettusöngvari
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Söngvaraætt (Sylviidae)
Ættkvísl: Sylvia
Tegund:
S. atricapilla

Tvínefni
Sylvia atricapilla
(Linnaeus, 1758)
Dreifing S. atricapilla
Dreifing S. atricapilla
Samheiti

Hettusöngvari (fræðiheiti: Sylvia atricapilla) er smávaxinn spörfugl af söngvaraætt.

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Eins og áður hefur komið fram er fuglinn af söngvaraætt og er því náskyldur öðrum fuglum í ættkvíslinni Sylvia, þar á meðal hauksöngvara, garðsöngvara og þyrnisöngvara ásamt fleirum.

Tegundin var áður á meðal maríuerlu í ættkvíslinni Motacilla (Linnaeus, 1758).

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Karlfugl

Hettusöngvari er þéttvaxinn og svipar til garðsöngvara að byggð. Fuglinn er grár og er dökkur að ofan en ljósari að neðan, á karlfuglum er síðan lítil svört hetta. Á kvenfuglum er hins vegar stundum lítil ljósbrún hetta sem einnig má sjá á ungum karlfuglum. [1]

Kvenfugl

Dreifing og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Hettusöngvarinn er algengur varpfugl í Evrópu, og má finna hann í öllum Evrópulöndum, að Íslandi einu undaskildu, á sumrin. [1] Hann er hins vegar árlegur flækingur til Íslands og hefur fundist í öllum landshlutum. [2]

Fuglinn almennt hefur vetursetu í Norður Afríku og Evrópu, þar sem hann er heilsársstaðfugl.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Lars Svensson, Killian Mullarney & Dan Zetterström (2023). Collins Bird guide 3ja útgáfa. HarperCollinsPublishers. bls. 314-315.
  2. Jóhann Óli Hilmarsson (2011). Íslenskur Fuglavísir, 3ja útgáfa. Mál & Menning. bls. 253.