Svipuhumar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svipuhumar (Palinurus elephas) dregur nafn sitt af höfninni Palinurus sem er staðsett í borginni Salerno á Ítalíu.

Svipuhumar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Chordata)
Flokkur: Krabbadýr (Actinopterygii)
Ættbálkur: Stórkrabbar (Carangiformes)
Ætt: Skjaldkrabbar (Carangidae)
Ættkvísl: Palinurus
Tegund:
Elephas

Tvínefni
Palinurus elephas

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Fullorðinn svipuhumar er rauðbrúnn á litinn og er með litla gula bletti á sér.

Karldýrið getur orðið allt að 60 cm í heildarlengd en algengt er að þeir séu um 40 til 50 cm.

Kvendýrið  getur orðið allt að 50 cm í heildarlengdina en algengt er að þær séu um 20 til 30 cm.[1]

Líkami humarsins skiptist í höfuðbol og afturbol, flestir ættu frekar að þekkja það sem haus og hali.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Finnst í austurhluta Atlantshafsins, alla leið frá suðurhluta Noregs niður til Morocco. Mikið í kringum Bretland og Írland.[2]


Lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Lifir á grýttum botni á 5 - 70 m dýpi, finnast ekki á því dýpi þar sem ljóstillífun getur ekki farið fram. Finnst við strendur sem snúa að úthafinu og þar sem

selta er mikil.

Svipuhumarinn er mest virkur að næturlagi þá oftast í fæðuleit. Flestir snúa síðan aftur til heimilis síns sem veitir þeim skjól eftir fæðuleitina.

Hann skríður eftir botninum en á það til að synda.

Fullorðnir Svipuhumrar eru einir eða í smærri hópum og virðast þeir halda sig á litlu svæði, u.þ.b 7 fermetrar.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Nærist á litlum ormum, kröbbum og öðrum dauðum dýrum.

Lífsskeið[breyta | breyta frumkóða]

Geta lifað allt að 20 ár.[3]

Mökun[breyta | breyta frumkóða]

Makast einu sinni á ári, einhvern tíman á tímabilinu júní til október.

Kvendýrin sjá um að geyma eggin þar til þau eru tilbúin að klekjast eftir u.þ.b sex mánuði.

Þau kvendýr sem eru stærri eiga það til að verpa eggjum sínum fyrr heldur en þau dýr sem eru minni.[4]

Þegar kvendýrið er tilbúin til þess að fjölga sér gefur hún frá sér sérstakt hljóð sem laðar að karldýrið og getur náð allt að 20 m lengd. Þegar karldýr sem er nógu stórt fyrir kvendýrið nálgast þá

hættir hún að gefa frá sér hljóð. Eggjunum hleypir kvendýrið síðan út 7 – 10 dögum eftir getnað.

Þroskaskeið[breyta | breyta frumkóða]

Úr eggjunum klekjast lirfur sem eru í laginu eins og lauf. Lirfurnar eru um 2,9 til 3,9 cm þegar þær klekjast út.



Nýting[breyta | breyta frumkóða]

Ein af verðmætustu sjávardýrum innan Evrópu og á alþjóðlegum mörkuðum.

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Svipuhumar er veiddur í net sem lagt er eftir botninum á u.þ.b 50 til 15 m dýpi.[5]

Veiddur afli á árunum 2007 til 2017

Hér má sjá hvað veitt hefur verið mikið af Svipuhumri frá árinu 2007 til ársins 2017.

Mest er veitt út frá ítalíu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „MarLIN - The Marine Life Information Network - European spiny lobster (Palinurus elephas)“. www.marlin.ac.uk (bresk enska). Sótt 2. apríl 2020.
  2. „Palinurus elephas, Common spiny lobster : fisheries“. www.sealifebase.se. Sótt 2. apríl 2020.
  3. „::: FAO MEDSUDMED- Palinurus elephas (Fabricius, 1787)“. www.faomedsudmed.org. Sótt 2. apríl 2020.
  4. „Palinurus elephas, Common spiny lobster : fisheries“. www.sealifebase.se. Sótt 1. apríl 2020.
  5. „MarLIN - The Marine Life Information Network - European spiny lobster (Palinurus elephas)“. www.marlin.ac.uk (bresk enska). Sótt 2. apríl 2020.