Sviðsnafn
Útlit
Sviðsnafn er nafn sem listamenn taka sér oft upp í stað skírnarnafns síns. Oftast er það vegna þess að upprunalegt nafn þeirra telja þeir eða aðrir að sé ekki líklegt til vinsælda, oftast vegna þess að erfitt er að muna það eða bera það fram. Oft einnig vegna þess að þegar er til þekkt fólk með sama nafni. Sem dæmi þá heitir Michael Keaton réttu nafn Michael Douglas en breytti því til að forðast misskilning.