Fara í innihald

Nauðgun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svefnnauðgari)

Nauðgun er líkamsárás og glæpur sem að felur í sér að fórnarlambið er neytt til einhverskonar kynlífsathafna, yfirleitt samfara, gegn vilja sínum. Nauðgun er samkvæmt íslenska réttarkerfinu næstrefsiverðasti glæpur á eftir manndrápi. [heimild vantar]

Árið 2018 var skilgreiningu á nauðgun breytt í  :„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun.“ [1]

Lagaákvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Í Jónsbók stendur í kafla um níðingsverk: „Það er enn óbótamál, ef maður tekur konu nauðga, ef þar eru til tvö lögleg vitni, að það sé satt. Nú eru eigi vitni til, en hún segist nauðug tekin, og segir hún það samdægurs, þá dæmi tólf menn hinir skynsömustu eftir því, sem þeim þykja líkindi til bera, og hvort þeirra þykir líkt til sanninda. En þótt kona geti varið sig fyrir góðkvensku sakir, svo að hann komi eigi vilja sínum fram, þá ber með engu móti, að hann hafi eigi refsingu fyrir eftir dómi, ef sannprófast, að hann hafði fullan vilja til þess, og haldi þó lífinu."[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ný skilgreining á nauðgun Vísir, sótt 14/10 2023
  2. Jónsbók, Ólafur Halldórsson gaf út, 2. útgáfa, bls. 39, Odense Universitetsforlag 1970.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.