Fara í innihald

Sýlingarfell

Hnit: 63°53′03″N 22°24′18″V / 63.884097°N 22.405058°V / 63.884097; -22.405058
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svartsengisfell)
Sýlingarfell
Hæð197 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrindavíkurbær
Map
Hnit63°53′03″N 22°24′18″V / 63.884097°N 22.405058°V / 63.884097; -22.405058
breyta upplýsingum

Sýlingarfell eða Svartsengisfell er fell á Reykjanesskaga norðan Grindavíkur sem rís í 197 metra hæð yfir sjávarmál. Norðvestur af fellinu er gróðursæl hlíð og flatlendi sem er hið eiginlega Svartsengi en vestur af fellinu eru Grindavíkurvegur, Svartsengisvirkjun og Bláa lónið. Sýlingarfell er nyrsti hluti stærra fells sem nær suður að Hagafelli[1] en þar austan við er Sundhnúkur og Sundhnúksgígar.

Sýlingarfell er grágrýtishetta á móbergi sem myndaðist á síðasta jökulskeiði ísaldar. Efst í því eru gígar frá sama tíma.[2] Heitið Sýlingarfell er dregið af því að „sýlingar“ sjáist í gígbarminum en orðið merkir skarð eða skora.[3]

Sýlingarfell er umlukið hraunum sem hafa runnið í eldgosum eftir lok síðustu ísaldar, þar á meðal nýjum hraunum sem hafa runnið í hrinu eldgosa við Sundhnúksgíga sem hófst í desember 2023 og stendur enn. Vegna þeirra eldsumbrota hefur verið ráðist í gerð mikilla varnarmannvirkja í kringum Sýlingarfell til að beina hraunstraumum frá Svartsengisvirkjun og öðrum mannvirkjum á Svartsengissvæðinu.[4]


  1. „Hagafell – Sýlingafell – Sundhnúkur – Dalahraun“. Ferlir.is. Sótt 20. ágúst 2024.
  2. „Jarðfræðikort ÍSOR“. Sótt 19. ágúst 2024.
  3. „Hvaða „sýling" er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?“. Vísindavefurinn. 12. desember 2023. Sótt 19. ágúst 2024.
  4. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir (19.8.2024). „Unnið í kappi við tímann á lykilstað á varnargörðunum“. Rúv.is.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.