Svanhildur og Sextett Ólafs Gauks - Húrra, nú ætti að vera ball

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Húrra, nú ætti að vera ball
Forsíða Svanhildur og Sextett Ólafs Gauks - Húrra, nú ætti að vera ball

Bakhlið Svanhildur og Sextett Ólafs Gauks - Húrra, nú ætti að vera ball
Bakhlið

Gerð SG - 521
Flytjandi Svanhildur
Gefin út 1967
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Svanhildur er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur Svanhildur og Sextett Ólafs Gauks fjögur lög.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Húrra, nú ætti að vera ball - Lag - texti: Högstedt — Plausor Hljóðdæmi 
  2. Afmæliskveðjan - Lag - texti: Ólafur Gaukur
  3. Kveðja til farmannsins - Lag - texti: Kaihan — Ágúst Böðvarsson
  4. Fjarri þér - Lag - texti: Turner, Williams — Ólafur Gaukur

Afmæliskveðja[breyta | breyta frumkóða]

Þú átt afmæli í dag.
Þú átt afmæli í dag.
Hér er afmæliskveðja,
þetta afmælislag.
Ef hefði ég þig heima núna
hjartans vinur minn,
þá halda skyldum upp á daginn þinn.
Og rjómatertu og rósavönd
ég rauðan gæfi þér,
svo fengir þú í kaupbæti
einn koss af vörum mér.
Þú átt afmæli í dag ...
Og blærinn þýða bið ég um
að bera kveðju þér
og bestu heillaóskirnar frá mér.
Og fuglarnir þeir flytji allir
fögru ljóðin sín,
ég kyssi þig svo kæri
er þú kemur heim til mín.
Þú átt afmæli í dag ...
Ég bíð þess að þú heilu og höldnu
hafnar siglir til,
þá halda upp á daginn þinn ég vil.
Rjómatertu og rósavönd
ég rauðan færi þér,
svo fengir þú í kaupbæti
einn koss af vörum mér.