Fara í innihald

Supergirl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Supergirl
Supergirl
TegundOfurhetju
Hasar
Ævintýri
Drama
Vísindaskáldskapur
LeikararMelissa Benoist
Mehcad Brooks
Chyler Leight
Jeremy jordan
David Harewood

Calista Flockhart
Chris Wood
Floriana Lima
Katie McGrath

Odette Annable
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta126
Framleiðsla
Lengd þáttar45 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
The CW
Sýnt26. Október 2015 –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Supergirl eru bandarískir sjónvarpsþættir sem hófu göngu sína haustið 2015. Þættirnir byggja á DC Comics karakternum Supergirl sem Otto Binder og Al Plastino sköpuðu árið 1959. Supergirl, einnig þekkt sem Kara Zor-El, er frænka Kal-El, sem margir þekkja sem Clark Kent eða Superman, og er eins og frændi hennar frá plánetunni Krypton.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Kara Zor-El er 13 ára þegar Krypton er við það að tortímast. Foreldrar hennar senda hana því í geimskipi til jarðar til þess að gæta kornungs frænda síns Kal-El. Á leiðinni lendir hún hins vegar í háska og endar í Phantom Zone fangelsinu og er föst þar í 24 ár. Þegar skipið hennar kemst loks til jarðar hefur frændi hennar vaxið úr grasi og er orðinn Superman. Kara er því send til að búa með Danvers hjónunum sem eiga eina dóttur, Alex, en þær Kara verða síðar meir eins og mjög nánar systur. Þættirnir hefjast 11 árum eftir þessa atburði. Kara hefur látið lítið fyrir sér fara í öll þessi ár en þegar óvæntir atburðir gerast neyðist hún til að nýta ofurkrafta sína og verða ofurhetjan sem henni var ætlað að vera.

  • Melissa Benoist sem Kara Danvers/Kara Zor-El/Supergirl: 24 ára kona frá plánetunni Krypton sem sættist við ofurkrafta sína og verður Supergirl. Þegar þættirnir hefjast vinnur hún sem aðstoðarmaður Cat Grant hjá fyrirtækinu CatCo en síðar verður hún fréttaritari hjá sama fyrirtæki. Sem Supergirl hjálpar hún systur sinni og öðrum sem vinna hjá DEO stofnuninni til að koma í veg fyrir árásir geimvera.
  • Mehcad Brooks sem James "Jimmy" Olsen/Guardian: Fyrrverandi ljósmyndari hjá blaðinu Daily Planet og vinur Clark Kent. Hann er vinur og samstarfsmaður Köru hjá CatCo. Í annarri seríu þáttana verður James ofurhetjan Guardian þrátt fyrir að hafa enga ofurkrafta.
  • Chyler Leight sem Alex Danvers: systir Köru. Hún er vísindamaður og fulltrúi hjá CEO stofnuninni. Alex er vinnur náið með J'onn J'onzz.
  • Jeremy jordan sem Winslow "Winn" Schott, Jr: Besti vinur Köru sem vinnur hjá sem tækni sérfræðingur hjá CatCo. Í 2. seríu hættir Winn störfum hjá CatCo til að verða fulltrúi hjá DEO.
  • David Harewood sem J'onn J'onzz/Martian Manhunter: Yfirmaður DEO sem breytir sér Hank Henshaw, þáverandi yfirmann DEO, sem lést við að góma J'onn. Sem Hank Henshaw bætir J'onn starfsemi DEO til hins betra. J'onn er frá plánetunni Mars og er síðasti græni marsbúinn.
  • Calista Flockhart sem Cat Grant: Stofnandi CatCo og yfirmaður Köru. Hún getur verið mjög ákveðin og trúir því að hún hafi ákveðinn eignarétt yfir Supergirl þar sem fréttir um ofurhetjuna birtust fyrst hjá CatCo.
  • Chris Wood sem Mon-El: Prins frá plánetunni Daxam, sem er systur pláneta Krypton. Mon-El hefur svipaða ofurkrafta og Supergirl og Superman. Hann verður síðar kærasti Köru.
  • Floriana Lima sem Maggie Sawyer: lögreglukona sem hefur mikinn áhuga á málum sem tengjast geimverum. Hún verður vinkona og síðar kærasta Alex.
  • Katie McGrath sem Lena Luthor: Framkvæmdarstjóri L-Corp og hálfsystir Lex Luthor, aðal óvinur Superman. Hún reynir hvað sem hún getur að sanna fyrir fólki að hún sé ekki illa innrætt eins og bróðir hennar. Lena verður síðar góð vinkona Köru.
  • Odette Annable sem Samantha Arias/Reign: Hún kemur frá Krypton en hefur alla sína tíð trúað því að hún sé mennsk. Samantha er einstæð móðir sem á dótturina Ruby. Annað sjálf Samönthu er illkvendið Reign sem er ætlað að koma Köru fyrir kattarnef.

Fyrirmynd greinarinnar var „Supergirl“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Janúar 2018.