Sundrunarefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sundrunarefni er efni sem bætt er í upplausn til að hindra að hún setjist til eða fari í kekki.

Sundrunarefni eru m.a. notuð til að hreinsa olíumengun í hafi en olía brotnar hægt niður við venjulegar kringumstæður því hún er samsafn af löngum keðjum ur kolefnis- og vetnisatómum. Sundrunarefni draga úr yfirborðsspennu milli vatns og olíu með því að sundra olíu í minni dropa. Niðurbrot olíu eykst því olía dreifist um vatnið og yfirborð olíu sem snertir vatnfasa eykst. Sundrunarefni valda því einnig að olía dreifist um vatnið en flýtur ekki aðeins á yfirborðinu.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.