Sultan Kösen
Útlit
- Ekki rugla saman við Kösem Sultan.
Sultan Kösen | |
---|---|
Fæddur | 10. desember 1982
[1] Mardin, Tyrklandi |
Störf | Bóndi |
Þekktur fyrir | Stærsti maður heims |
Hæð | 2,51[2] |
Maki | Merve Dibo |
Sultan Kösen (fæddur 10. desember 1982) er tyrkneskur bóndi sem er núverandi heimsmethafi heimsmetabókar Guinness fyrir að vera stærsti maður heims.[2]
Vöxtur hans orsakast af æxli sem hefur áhrif á heiladingul hans. Hæð hans er það mikil að hann þarf að nota hækjur til að ganga.[3]
Síðan 2010 hefur Kösen verið í meðferð gegn æxlinu í heiladingli hans við Háskólann í Virginíu. Samhliða því hefur hann verið á lyfjum til að stjórna óhóflegu magni vaxtarhormóna. Þó að full virkni meðferðarinnar taki tvö ár, varð magn vaxtahormóna eðlilegt árið 2011.[3] Staðfest var í mars 2012 að meðferðin hafði verið árangursrík í að hindra frekari vöxt Kösens.[4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Sultan Kösen“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. febrúar 2014.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Heimsmetabók Guiness 2009, blaðsíðu 73
- ↑ 2,0 2,1 „Tallest man - Living“. guinnessworldrecords.com. Guinness World Records. Sótt 17. janúar 2014.
- ↑ 3,0 3,1 „Bodyshock: World's Tallest Man: Looking for Love á channel4.com, sjónvarpað 26. maí 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 26. febrúar 2014.
- ↑ Jaslow, Ryan (13. mars 2012). „World's tallest man, 29, finally stops growing with help from Va. doctors“. CBS. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2012. Sótt 26. febrúar 2014.