Fara í innihald

Sultan Kösen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ekki rugla saman við Kösem Sultan.
Sultan Kösen
Dökkhærður maður með derhúfu á höfði og hækju í vinstri hendi.
Fæddur10. desember 1982 (1982-12-10) (41 árs) [1]
Mardin, Tyrklandi
StörfBóndi
Þekktur fyrirStærsti maður heims
Hæð2,51[2]
MakiMerve Dibo

Sultan Kösen (fæddur 10. desember 1982) er tyrkneskur bóndi sem er núverandi heimsmethafi heimsmetabókar Guinness fyrir að vera stærsti maður heims.[2]

Vöxtur hans orsakast af æxli sem hefur áhrif á heiladingul hans. Hæð hans er það mikil að hann þarf að nota hækjur til að ganga.[3]

Síðan 2010 hefur Kösen verið í meðferð gegn æxlinu í heiladingli hans við Háskólann í Virginíu. Samhliða því hefur hann verið á lyfjum til að stjórna óhóflegu magni vaxtarhormóna. Þó að full virkni meðferðarinnar taki tvö ár, varð magn vaxtahormóna eðlilegt árið 2011.[3] Staðfest var í mars 2012 að meðferðin hafði verið árangursrík í að hindra frekari vöxt Kösens.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Heimsmetabók Guiness 2009, blaðsíðu 73
  2. 2,0 2,1 „Tallest man - Living“. guinnessworldrecords.com. Guinness World Records. Sótt 17. janúar 2014.
  3. 3,0 3,1 „Bodyshock: World's Tallest Man: Looking for Love á channel4.com, sjónvarpað 26. maí 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 26. febrúar 2014.
  4. Jaslow, Ryan (13. mars 2012). „World's tallest man, 29, finally stops growing with help from Va. doctors“. CBS. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2012. Sótt 26. febrúar 2014.