Bláfætt súla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sula nebouxii)
Bláfætt súla

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Árfetar (Suliformes)
Ætt: Súluætt (Sulidae)
Ættkvísl: Sula
Tegund:
S. nebouxii

Bláfætt súla (fræðiheiti: Sula nebouxii) er sjófugl sem býr á vesturströnd Mið- og Suður-Ameríku. Flestir fuglar af þessari tegund búa sér til hreiður á Galápagoseyjum, en annars heldur fuglinn sig aðallega á opnu hafi.

Fuglinn er skyldur súlunni sem finnst við Íslandsstrendur.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Dökkbrúnir vængir, hvítur barmur, og bláir fætur.

Fullvaxta er bláfætt súla venjulega 81 sentimetri á hæð og 1,5 kg að þyngd. Þeir lifa í allt að 17 ár. Karlkynið er minna en kvenkynið og hefur ljósari lit á fótum sínum. Fjaðrir tegundarinnar eru aðallega hvítar eða brúnar með dökkum vængjum og skræpótt bak. Höfuð og háls þeirra er ljósbrúnt með hvítum strokum og maginn er hvítur. Augu hennar eru gul og sjá tvísætt. Fuglarnir innbyrða karótenóíð-litarefni sem þeir fá úr fisk-mataræði sínu veldur ljósbláum lit á fótum þeirra. Talið er að karótenóíð örvi ónæmiskerfið og þess vegna sé hægt að sjá til um heilsu fuglsins út frá litnum á fótunum þeirra. Kvenkynið laðast að sterkum lit á fótunum því það er merki um góða heilsu.

Karl (vinstri) er með smærri augastein og örlítið ljósari fætur og er minni en kvenfuglinn
Sula nebouxii

Makaval[breyta | breyta frumkóða]

Fótaliturinn dofnar með aldri, þannig að kvenkyns súlan er líklegri til að velja sér yngri maka með litríkari fætur, því þeir hafa meiri frjósemi og getu til að huga að ungum sínum frekar en eldra karlkynið.

Karlkyns súlan metur einnig æxlunarverðmæti maka síns. Þáttaka þeirra í umönnun unga sinna ræðst af ástandi maka þeirra.

Kvenkynsfuglar sem verpa stærri og ljósari eggjum hafa meira æxlunargildi, þessvegna er karlkynið líklegra til að huga að ungum sínum ef makinn verpir stórum eggjum. Minni egg fá minni umönnun frá foreldrum sínum. Rannsóknir sýna að þáttaka karlkynsins í ummönnun unga sinna aukist ekki þrátt fyrir að maki þeirra hafi skærlitaða fætur og hátt æxlunargildi, en karlkyns súlur eru líklegri til að sjá fyrir eggjunum ef maki þeirra er aðlaðandi.

Bláfætta súlan hefur einkennandi lit og gogg.

Hegðun[breyta | breyta frumkóða]

Líkt öðrum súlutegundum, heldur bláfætta súlan sig á landi að nóttu til. Hún veiðir ein eða í hópum að morgni til í leit að mat og flýgur hún langt út á sjó, þar sem hún veiðir smáfiska eins og ansjósur, makríl, og sardínur. Hún stingur sér í vatnið úr allt að 25 metra hæð og leggja vængi sína að líkama sínum áður en þeir stinga sér í vatnið. Þrátt fyrir að þeir veiði í hópum kjósa þeir oftar að borða einsamir. Þar sem karlkynssúlan er minni heldur hann sig við grynningar, en kvenkynið veiðir undan ströndum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]