Suffocation

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suffocation er bandarísk dauðarokks-hljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og hefur síðan gefið frá sér margar hljómplötur, þar á meðal fyrsta geisla diskinn sem var gefinn út hjá útgáfufyrirtækinu Relapse Records, EP plötuna Human Waste.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Suffocation tók upp plöturnar Human Waste, Effigy of the Forgotten, Breeding the Spawn, Pierced from Within, og Despise the Sun áður en þeir hættu árið 1998. Suffocation komu aftur saman árið 2003, og með þeim var þá upprunalegi trommari hljómsveitarinnar Mike Smith, en einnig voru aðrir lengri tíma meðlimir farnir, þar á meðal Doug Cerrito og Chris Richards. Hljómsveitin gaf frá sér Souls to Deny árið 2004 og fór á heimstónleikaferðalag til að koma nýju plötunni á framfæri. Eftir yfir 200 tónleika, tók hljómsveitin upp og gaf sjálf út sinn fyrsta tónleikadisk Close Of A Chapter: Live In Quebec City. Sjálf-titluð plata var gefin út árið 2006 af Relapse Records, og í kjölfarið fylgdi heimsferðalag. Árið 2007 voru Suffocation fengnir í auglýsingu fyrir History Channel þáttinn The Dark Ages.[1] Þeir eru eins og er að safna saman efni í tónleikadisk á dvd en þessum dvd-disk var frestað að sökum þess að efni sem átti að vera á disknum var stolið, og líka því þeir voru að bíða eftir að samningur þeirra við Relapse Records myndi renna út.

Þann 4. júní 2007 skildu leiðir Suffocation og útgáfufyrirtækisins sem þeir höfðu verið hjá fram til þess, Relapse Records.[2] Hvað sem því líður þá er hljómsveitin enn starfandi. Þeir munu fara á Evrópu túr 2008, en eftir hann hafa þeir ákveðið að fara að vinna að nýrri stúdíó-plötu.

Stíll og áhrif[breyta | breyta frumkóða]

Suffocation fullkomnuðu ríkjandi taktstíla eldri dauðarokkshljómsveita með flóknum lagabyggingum og melódískri næmni. Þeir eru jafnan sagðir hafa fundið upp brutal death metal-undirflokkinn og kynntu til sögunnar marga nýja hluti. Til að bæta við það, hafa flóknar lagabyggingar þeirra og hljóðfæraleikur þeirra verið áhrifarík í þróuninni á tæknilegur dauðarokki. Þar af leiðandi er þeim oft lýst sem „brutal technical death metal“ og eru skráðir sem slíkir á The Metal Archives.[3]

Suffocation er sett við hliðiná hljómsveitum eins og Immolation, Mortician og Incantation sem verandi partur af death metal senu sem kallast „New York death metal“, eða „NYDM“ sem er stytting á því. Þrátt fyrir það, hefur hver og ein þessara hljómsveita mjög mismunandi hljóm og þar af leiðandi er NYDM notað aðallega til að lýsa New York senunni á tíunda áratugnum en ekki neinum ákveðnum stíl.

Diskar[breyta | breyta frumkóða]

Stúdíó-plötur[breyta | breyta frumkóða]

Ýmislegt[breyta | breyta frumkóða]

  • Reincremated (demo, 1990)
  • Human Waste (EP, 1991)
  • Live Death (Split, 1994)
  • Despise the Sun (EP, 1998)
  • Live in Quebec - The Close of a Chapter (tónleika plata, 2005)

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Frank Mullen - söngur (1990–1998, 2003–Í dag)
  • Terrance Hobbs - gítar (1990–1998, 2003–Í dag)
  • Guy Marchais - gítar (1990, 2003–Í dag)
  • Derek Boyer - bassi (2004–Í dag)
  • Mike Smith - trommur (1990–1994, 2003–Í dag)

Fyrrverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Doug Cerrito - gítar (1990–1998)
  • Josh Barohn - bassi (1990–1993, 2003)
  • Chris Richards - bassi (1992–1998)
  • Doug Bohn - trommur (1994–1996)
  • Dave Culross - trommur (1996–1998)
  • Kevin Talley - trommur (1998 túr aðeins)
  • Todd German - gítar (1990 leystur af hólmi af Doug Cerrito)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Artclie @ Heavily Caffeinated“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. október 2007. Sótt 5. maí 2008.
  2. Article @ Lambgoat
  3. http://www.metal-archives.com/band.php?id=119

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]