Suðurver
Suðurver er verslunarkjarni sem stendur við gatnamót Stigahlíðar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Húsnæðið var tekið í notkun árið 1966 og í upphafi voru þar meðal annars blómaverslun, fiskbúð, matvöruverslun, fatahreinsun og kjötbúð.[1]
Ýmis starfsemi hefur verið til húsa í Suðurveri. Jazzballettskóli Báru hóf starfsemi sína þar árið 1967.[2] Nú er bakarí, apótek, matvöruverslun, veitingastaður, hárgreiðslustofa auk fleiri fyrirtækja til húsa í Suðurveri.
Árið 2018 sóttu eigendur verslunarkjarnans um leyfi frá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík til að reisa hæð ofan á bygginguna og koma þar fyrir 14 íbúðum.[3]
Aðrar verslunarmiðstöðvar í Reykjavík með nöfn af sama toga voru Vesturver og Norðurver auk Austurvers sem enn er starfandi undir sama nafni.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Nýtt verzlunarhús - Suðurver“, Morgunblaðið, 22. desember 1966 (skoðað 8. ágúst 2019)
- ↑ Jsb.is, „Bára Magnúsdóttir“[óvirkur tengill] (skoðað 8. ágúst 2019)
- ↑ Mbl.is, „Fyrsti gróðurveggurinn í borginni“ (skoðað 8. ágúst 2019)