Fara í innihald

Norðurver

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðurver var verslunarmiðstöð í Reykjavík sem var til húsa á horni Laugavegs og Nóatúns. Norðurver opnaði í október 1965.[1] Þar er enn í dag fjöldi verslana og skrifstofa með svipuðu sniði og þegar opnað var þótt nafnið Norðurver sé ekki notað lengur.

Jón I. Júlíusson hóf verslunarrekstur árið 1960 þegar hann keypti verslunina Þrótt í Samtúni, en fram að því hafði Jón starfað sem vélstjóri á skipum Eimskipafélagsins.[2] Í viðtali við Frjálsa verslun árið 1972 lýsti Jón því að hann hefði á siglingum sínum erlendis kynnst verslunarmiðstöðvum og hafi Norðurver verið reist að slíkri fyrirmynd.

Framkvæmdum við Norðurver var að miklu leyti lokið árið 1965 og hóf Jón þá kjörbúðarrekstur í húsinu undir merkjum Nóatúns, en nafnið var fengið úr norrænni goðafræði.[3] Jón reisti allt húsið fyrir eigin reikning og leigði verslunum og fyrirtækjum aðstöðu í því. Starfsemin var fjölbreytt, en auk kjörbúðar voru m.a. mjólkurbúð, fiskbúð, húsgagnaverslun og sparisjóður þar til húsa.

Aðrar verslunarmiðstöðvar í Reykjavík með nöfn af sama toga voru Vesturver, Austurver og Suðurver.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kjörbúðir byggðar fyrir afköst“. Frjáls verslun. Mars 1972.
  2. „Morgunblaðið“. 16. nóvember 2004.
  3. „Nóatún“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2020.