Fara í innihald

Strokkur (verkfæri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd og þversnið af strokk eins og landnemar í Vesturheimi notuðu

Strokkur er áhald í mjólkurvinnslu þar sem hreyfiafl er notað til að skilja smjör frá mjólk með því að slá eða hrista rjóma. Oftast voru strokkar úr eik. Í strokkum var bulla sem vanalega var hreyfð upp og niður. Þegar búið er að skaka og taka af strokknum var smjörið sett í smjörtrog og hnoðað þar. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]