Strengjasveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ensk strengjasveit árið 2010.

Strengjasveit er hljómsveit sem er skipuð sömu strengjahljóðfærum og leika á strengi í fullskipaðri sinfóníuhljómsveit. Dæmigerð strengjasveit inniheldur þannig milli 12 og 21 hljóðfæraleikara sem leika á fiðlur (skipt í fyrstu og aðra fiðlu), víólur, selló og oftast (en ekki alltaf) kontrabassa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.