Straight edge

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Straight edge er menningarkimi sem spratt upp frá pönkurum, fylgjendur neyta ekki áfengis, tóbaks, eða annarra fíkniefna. Einnig er mjög algengt að þeir sem aðhyllast straight edge lífsstílinn séu grænmetisætur og stundi ekki kynlíf nema í ástarsambandi. Hugtakið hefur verið útsett á íslensku sem hreinn lífsstíll.

Stundum eru skammstafanir á borð við „sXe“ og „SxE“ notaðar auk bókstafsins X sem tákn fyrir straight edge. Nokkuð algengt er að þeir sem eru straight edge húðflúri á sig X.

Talið er að upphaf þess að X var notað sem tákn fyrir straigt edge megi rekja til þess að á tónleikum þar sem áfengi var selt voru hendur einstaklinga undir lögaldri merktar með X-i svo að auðveldara væri fyrir dyraverði að henda krökkum undir lögaldri út ef þau færu að neyta áfengis. Svo fór fólk með lögaldur að skrifa (og jafnvel húðflúra) X á höndina á sér til að gefa til kynna að það neyti ekki áfengis.

Nafnið Straight Edge kemur úr lagi eftir pönk-hljómsveitina Minor Threat. Lagið sem heitir Straight Edge fjallar um það að drekka ekki né neyta eyturlyfja.