Strákar (fjall)
Útlit
(Endurbeint frá Strákar)
Strákar | |
---|---|
Hæð | 676 metri |
Fjallgarður | Tröllaskagi |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Fjallabyggð |
Hnit | 66°10′30″N 18°55′32″V / 66.175°N 18.9256°V |
breyta upplýsingum |
Strákar eða Strákafjall er fjall yst á Tröllaskaga, á milli Úlfsdala og Siglufjarðar. Nafnið mun vera afbökun úr Strókafjall eða Hvanneyrarstrókar en bergstrýtur uppi á norðurenda fjallsins munu vera hinir eiginlegu Strákar eða Strókar. Nyrsti tindurinn kallast Strákahyrna (Strókahyrna). Hátindur fjallsins heitir Skrámuhyrna en syðst er Hvanneyrarhyrna. Upphaflega mun fjallið þó hafa kallast Fljótahorn en þegar sýslumörkum var breytt þannig að þau lágu ekki lengur um fjallið hvarf það nafn.
Snjóflóð féll úr Strákafjalli á bæinn Engidal í Úlfsdölum í apríl 1919 og fórust allir heimilismenn, sjö manns.
Siglufjarðarvegur liggur neðarlega í fjallinu að vestan og í gegnum það um Strákagöng, jarðgöng sem opnuð voru árið 1967.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Örnefnaskrá Engidals, skráð af Helga Guðmundssyni.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Strákar (fjall).