Fara í innihald

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun sem starfar undir Hugvísindastofnun innan Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, en hún var stofnuð árið 2001. Hlutverk hennar er að stuðla að kennslu í erlendum tungumálum á Íslandi, auk þess að styðja rannsóknir á þessu sviði og gefa út ritefni.

Stofnunin ber nafn fyrrverandi forseta Vigdísar Finnbogadóttur, en hún hefur unnið velgjörðarvinnu í tengslum við tungumálakennslu hjá UNESCO í árabil. Hún var líka tungumálakennari á framhaldsskólastigi og við Háskóla Íslands. Stofnunin er fjármögnuð með árlegum styrki frá Háskóla Íslands auk framlaga ýmissa stuðningsaðila.[1]

Undir stofnunina heyrir Vigdísarstofnun — alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, sem er UNESCO-stofnun. Um starf miðstöðvarinnar gildir samkomulag íslenskra stjórnvalda við Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Miðstöðinni er ætlað að sinna jafnt rannsóknastarfi í samvinnu við móðurstofnina, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, auk miðlunar til almennings, einkum um gildi tungumála, tungumálanám og -kennslu, opinbera málstefnu, menningarsamskipti og þýðingar.

Forstöðumaður stofnunarinnar er Auður Hauksdóttir prófessor í dönsku.[2] Stofnunin hefur aðsetur í Veröld – húsi Vigdísar í Reykjavík.

  1. „Um stofnunina“. Sótt 29. apríl 2015.
  2. „Starfsfólk“. Sótt 29. apríl 2015.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.